Kött númer eitt!

23 Jún

köttnolem
Fyrir stuttu bloggaði ég um lagið frábæra með Kött Grá Pjé og Togga Nolem Gíslasyni, Aheybaró og sagðist spila það í spað væri ég daxrárstjóri. Alltaf er gaman þegar eitthvað sem ég fíla í botn er fílað í botn af landsmönnum og því er gaman að segja frá því að þessi ekkihægtaðfáleiðá sumarsmellur situr nú í fyrsta sæti á Rás 2 listanum, en 365 miðlar eru eitthvað lengur að meðtaka snilldina og lagið er hvergi að finna á þeirra listum. En það er nú bara eins og það er.

Svona staðfestingu á eigin tónlistarsmekk fékk ég líklega fyrst árið 1980 þegar Hírósíma með Utangarðsmönnum var vinsælasta lagið. Diskótekarinn Elvar gekk meira að segja svo langt að fá Geislavirkir plötuna lánaða hjá mér til að spila á „diskótekinu“ sem var haldið fyrir unglingana í félagsheimili eldri borgara í Hamraborg. Nokkru áður hafði ég átt samræður við diskótekarann Elvar í heimilisfræði (á meðan við matreiddum pottrétt úr gulum baunum og kjötbúðingi) um pönk versus „vandaða músík“ þar sem menn „kynnu á hljóðfæri“. Ég man að ég dró lagið Moving Away from the Pulsebeat af fyrstu LP plötu Buzzcocks inn í umræðuna sem dæmi um pönkara sem „kynnu víst á hljóðfæri“ því það er ægilegt trommusóló í laginu.

En allavega. Kött Grá Pjé er rapparinn Atli en sá sem sér um músíkina (eða bítin eins og rappararnir segja) er Toggi Nolem Gíslason, sem ku vera að safna í plötu með þessu lagi og fleirum. Félagarnir voru í viðtali hjá hinni stórskemmtilegu sjónvarpsstöð N4 um daginn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: