Úr menningarlífinu

22 Jún

600full-gloriously-wasted-screenshot
Þú verður að athuga eitt. Ef þú vilt að bærinn sé menningar-vænn verðurðu að gjöra svo vel að MÆTA með VESKIÐ þitt. Bíó Paradís er alveg geðveikt dæmi, en afkoman byggir náttúrlega á mætingu. Ég skellti mér þangað á SIGHTSEERS, breskan þriggja stjörnu kaldhæðnisgrínara, sem var fínn. Nú er komin ný mynd sem maður verður að sjá: GLORIOUSLY WASTED, sem er lýst svona: Juha er alkahólisti sem hefur ýmsa fjöruna sopið, og hefur lifað óreiðukenndu lífi í þónokkurn tíma. Hann slæst við mann og annan, lifir slóðalífi og drekkur eins og engin sé morgundagurinn og er slétt sama um það að vakna upp í óhreinum nærfötum útötuð í blóði og ælu. Loks þegar fokið er í flest skjól í lífi Juha, fæst hann til þes að mæta á AA fundi, þar sem hann verður ástfangin af hinni illa tenntu Tiinu. Hann stendur frammi fyrir tveimur valkostum í lífinu, að lifa heilbrigðu lífi með konu drauma sinna eða detta aftur í slóðalífið ofan í hina alræmdu flösku. Ef þetta er ekki sumarsmellur þá veit ég ekki hvað er sumarsmellur.

tumblr_mnmzggu1EF1rix9n4o3_1280
Í Bíóparadís sá ég frábæra mynd á RIFF í fyrra, teiknuðu stuttmyndina THE PIRATE OF LOVE eftir Söru Gunnarsdóttur um dularfulla kassettu tónlistarmannsins Daniels C. Síðan myndin var gerð setti þessi dularfulli listamaður sig í samband við Söru og nú er THE PIRARE OF LOVE Vol. II í bígerð og verkefnið komið í Karolina fund, þar sem maður getur styrkt það. Svona dæmi eins og Karolina fund er fín leið til að safna peningum í verkefni og hefur nýst mörgum vel, t.d. Svavar Pétri og Bulsunum hans.


Svo er það ALL TOMORROWS PARTIES á Vellinum (Ásbrú) um næstu helgi. Það er alveg skuggalega fínt lænöpp á þessari tónlistarhátíð. Þetta verður bara að ganga upp (les: Þú verður að mæta með veskið þitt) svo þetta verði árlegur viðburður. Þarna verður hver silkihúfan upp af annarri (Nick Cave, múm, Ham og The Fall svo maður nefni bara fjóra) í geðveikt góðu stuði. Mitt framlag er Opinn Popppunktur á ENSKU í Offiseraklúbbnum á laugardaginn. Tveir til fjórir mega vera saman í liði og glæsileg verðlaun verða í boði. Af dúndurgóða lænöppinu er ég extra spenntur fyrir að sjá hljómsveitina THEE OH SEES frá San Fransisco, en þar í borg virðist vera mjög góð sena af stökkbreyttu retrorokki (Ty Segall, Mikal Cronin o.s.frv.). Hér að ofan er ofbeldi og rokk frá THEE OH SEES af nýjustu plötunni, Floating Coffin.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: