Svínafóður. Það er það sem maður fær oft þegar maður kaupir grænmeti og ávexti í Bónus. Ónýtt rusl. Auðvitað ætti ég fyrir löngu að hafa lært af reynslunni enda nóg af öðrum stöðum sem selja ætan mat, en ég sá bara svo lokkandi öskju af jarðarberjum í Bónus í gær. Eins og fífl keypti ég öskjuna og fór í fýlu þegar ég ætlaði að fara að graðka innihaldinu í mig: Það sem ég hélt að væri eldrauð og stinn jarðarber voru grútlin og ógeðsleg ber, allavega helmingurinn með gráum blettum. Ógeðslegt. Hvenær var þetta eiginlega tínt?
Lufsan sagði að ég ætti að fara og skila þessu en mér finnst miklu gáfulegra að dömpa ógeðinu hér. Ég kaupi aldrei aftur jarðarber í Bónus, svo mikið er víst.
Fyrir 104-rottur eins og mig, þá er ég bara farinn að treysta á Víði (sem er víst kominn í Vesturbæinn líka, er þaggi?). Kostur er auðvitað málið líka, versta er að því oftar sem ég reyni að keyra í gegnum Kópavog, því ruglingslegri verða göturnar, n.k. öfug lærdómskúrfa.
….nefndu það bara, almennt er grænmeti 3ja flokks í bónus. Nú síðasta hefur önnur hver gulrót sem ég hef keypt þar þurft að fara í ruslið. Eina sem má halda því fram að sé ávallt í lagi eru sveppirnir….. enda mega þeir geymast 🙂
Ég talaði við Neytenda samtökin fyrir ekkert svo löngu útaf þessu, þeir sendu Bónus fyrirspurn um hvað maður ætti að gera og þeir sögðu að mynd og mynd af kassakvittun ætti að duga til að fá endurgreitt. Þeir myndu þá millifæra næsta dag inn á reikning hjá manni fyrir vörunni. Ég hef samt ekki enn prófað það, er alveg hætt að kaupa ávexti og grænmeti í Bónus nema ég ætli að nota það samdægurs.
Þeir eru bara að skemma fyrir sjálfum sér því ég er búina að vera versla grænmeti og ávexti í Nettó og Kosti í allan vetur. Svo þegar ég fer að kaup ferskt grænmeti og ávexti þá klára ég oft innkaupin þar sem ég er í stað þess að fara í Bónus og ég tel mig ekki tapa mörgum krónum á því.
Nóatún er yfirleitt alltaf með mygluð ber. Óþolandi í alla staði.
Ætlaði að kaupa bláber í ákveðinn rétt í Bonus á Korputorgi á mánudaginn.
Merkingin sagði að 125 gr kostuðu 759 kr. Mér blöskraði lítillega að kílóið skyldi þá leggja sig á litlar 7000 kr, (til eða frá) og sleppti bláberjunum. Í gær urðu kaupin ekki lengur umflúin og ég fór í Bónus í Kringlu. Þar kostuðu 290 gr 759 kr. Ergo, sú öskjustærð hefur verið uppseld á krepputorgi og litlu öskurnar hafa þar af leiðandi fengið sama verð,. Því skal þó til haga haldið að ég fór ekki með öskju á kassa eða í skanna svo ég veit ekki hvernig þetta hefði komið út greiðslulega séð. En fyrir þetta klúður urðu þeir af bláberjakaupunum mínum um sinn…