Daníel í Fríkirkjunni

4 Jún

Daniel-Johnston-008
Daniel Johnston gerði ágæta hluti í smekkfullri Fríkirkju í gærkvöldi. Tók frægustu lögin sín með barnslegu röddinni sem skar í gegnum lyfjaþoku og skjálfta. Svavar Knútur og hans aðstoðarfólk á lof skilið fyrir góða hljómsveit sem spilaði undir meistaranum. Þetta var síðasta giggið í Evrópu-túr Daníels, en í upphafi hans var hætt við að láta Daniel koma fram einan með gítar því skjálftinn er bara orðinn of mikill. Hann hefur því þurft að fá aðstoðarbönd á hverjum stað. Tekin voru lög eins og Speeding Motorcycle og Walking the Cow auk Live in Vain, sem ég tók upp á nýja símann minn. Í upphafi snéri ég honum öfugt sem útskýrir sándið í byrjun lagsins.

Daniel Johnston – Life in Vain (Live @Fríkirkjan 03.06.2013)

Upphitunarband Árna Vil úr FM Belfast, Nini Wilson’s Big Band Tudeloo, tók fimm lög, þar af tvö sem voru alveg frábær (númer 1 og 3). Þetta band mætti að ósekju splæsa í plötu, þótt það væri ekki nema EP.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: