Tíminn líður með Stefáni

2 Jún

sg1981-2013
Í gær átti lífskúnstnerinn Stefán Grímsson 64 ára afmæli. Nokkrir göngufélagar í Blómey heimsóttu Stefán um daginn að heimili hans í Kópavogi þar sem hann býr nú með nokkrum öðrum snillingum, mönnum eins og Jóa „á hjólinu“, Hauki „hæ“ og jafnvel Axel Bang. Allt góðkunningjar úr Kópavogs-æskunni, úr Kópavogs-strætó og af förnum vegi. Stefán var fenginn til að útbúa sérstakt „Kiddi komdu heim“ hvatningar-myndband, en vinur okkur KJG hefur dvalið sem illegal alien í New York borg síðan 1986 og er mörgum farið að lengja eftir honum. Fórst Stefáni þetta vel úr hendi og mátti sjá blik á hvarmi KJG þegar ég spilaði myndbandið fyrir hann í hinni stórkostlegu NYC-ferð sem ég er nýkominn úr.

Samsett mynd hér að ofan er af okkur Stefáni með 32 ára millibili. Fyrst heima hjá Steini Skapta árið 1981 í fyrstu Stefáns-veislunni, sú seinni þegar við heimsóttum Stefán um daginn. Eins og sést hefur tíminn farið mildum höndum um menn og pósan hefur ekkert breyst í öll þessi ár. Sem er gott.

Eitt hef ég lært af því að verða svona aldraður: Maður breytist aldrei neitt – eða allavega minna en maður heldur. Sem tvítugur maður hélt maður kannski að um fimmtugt væri maður farinn að hlusta á djass og klassík og pæla í einhverju leiðinlegu, kannski farinn að spila golf eða eitthvað álíka heiladautt. Svo glaðhjakkar maður bara í því sama alla tíð – ýmis sjónarmið breytast kannski og maður kemst að ýmsu um mannlegt eðli, lærir af reynslunni, verður aðeins yfirvegaðri og svona –  en maður breytist samt ekkert óskaplega. Svo allt hjal um að „þegar ég verð kominn á elliheimili ætla ég alltaf að vera fullur og droppa sýru“ eða „þegar ég verð gamall ætla ég að verða eins og Jónas Kristjánsson“ er algjör vitleysa af því að þú verður nánast nákvæmlega eins áttræður og tvítugur. Innan í hausnum á þér, meina ég.

3 svör to “Tíminn líður með Stefáni”

  1. Sveinn Ólafsson júní 2, 2013 kl. 10:49 f.h. #

    Gott að sjá að Stefán hefur öðlast kinnfiskinn.

  2. spritti júní 2, 2013 kl. 9:20 e.h. #

    Hef stökusinnum lent á skrafi við hann á ferðum mínum um Kópavoginn. Já mikill lífskúnster og skemmtilegur náungi.

  3. Steinn Skaptason júní 5, 2013 kl. 1:12 f.h. #

    Fyrsta Átveislan til heiðurs Stefáni Grímssyni var haldin árið 1982. Veislan í Holtagerðinu var haldin sumarið 1982. Þar fór hljómsveitin Stuna úr fornbókaverslun hamförum og hljómsaveitin Centaur kom í eftirpartíið og meðlimir tóku fallega til matar síns, eftir að farið var í Casablanka við Skúlagötu. Stefáni var ekki hleypt inn á staðinn, hann fór heim og skipti um föt, mætti svo og flaug inn eins og fuglinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: