Fáðu þér Snarl

31 Maí

snarl
SMELLTU HÉR OG FÁÐÉR SNARL
Enginn sleppur lifandi út úr þessu ruglaði lífi
er bara eitt af fjölmörgum gullkornum sem leynist á safnkassettunni SNARL sem Erðanúmúsík gaf út árið 1987.  Ég hafði gefið út RÚLLUSTIGANN þremur árum áður, var ný kominn heim frá Frakklandi, og fannst nauðsynlegt að koma þeirri grósku sem mér fannst vera í íslenska rokkinu í fast form. Enginn annar var að gera neitt, svo ég varð að gera þetta sjálfur. Setti mig í samband við fimm bestu böndin plús Svart hvítan draum og stuttu síðar var SNARL komið út á kassettu (útgáfuform fátæka mannsins árið 1987) með gullfallegri teikningu eftir Jóa Eiríks (Reptilicus).

SOGBLETTIR spiluðu pönk með textum eftir Diddu (sem einhverra hluta vegna kallaði sig Skruggu á spólunni). Hér er frægasta lag Sogbletta, 5. gír. Skömmu síðar var bandið hætt og Ari Eldon bassaleikari farinn að spila með Bless.

MÚZZÓLÍNÍ sá ég í Músíktilraunum um vorið 1987 og fannst góðir. Þetta voru bara fermingadrengir en mjög skemmtilegir og djúpspakir í textum. Erðanúmúsík gaf skömmu síðar út heila kassettu með bandinu, Slys. Þarna voru innanborðs Doddi trommari (löngu síðar í Trabant), Henrý söngvari, Atli gítarleikari og bassaleikarinn Einar sem löngu síðar var farinn að verja Jóhannes í Bónus fyrir rétti.

GULT AÐ INNAN voru frá Ísafirði og ég held ég hafi aldrei séð þá læf eða einu sinni hitt þá. Venni gítarleikari rekur nú magnaraleiguna Stuð ehf.

S. H. DRAUMUR voru með þrjú læf lög á Snarlinu, þ.á.m. kóver af Love-lagi og lag sem kom hvergi annars staðar út, Of mörg hótel (innlegg í umræðu dagsins í dag!?)

THE DAISY HILL PUPPY FARM voru Jói (síðar í Ham, Unun, Lhooq, Apparat og sóló), Stebbi og Óli. Mér fannst þetta besta bandið á Snarlinu og gaf skömmu síðar út 7″ EP plötu með þeim í samvinnu við Lakeland í Englandi, sem var bara einn strákur sem heitir Simon Lake og ég er ennþá að reyna að finna á Facebook.

PARROR var frá Akureyri og innihélt stórmennin Kristján Pétur, Rögnvald gáfaða, Steinþór (fyrrverandi bassaleikara Fræbbblanna) og Kidda Valla trommara.

Þessi kassetta gekk vel og síðar komu út Snarl 2 og 3 (set þær hingað inn seinna á árinu). Árni Matt var byrjaður að skrifa um popp í Mogganum og var gríðarlega duglegur að plögga þessu stöffi – meinstrím popparar þessara tíma hafa ábyggilega verið drullusvekktir yfir því hvað þetta „öndergránd djönk“ fé mikið pláss í stærsta fjölmiðli landsins.

Snarl plögg í Þjóðviljanum.

Snarl plögg í Mogganum.

Snarl plögg í DV.

5 svör til “Fáðu þér Snarl”

 1. Johann Thorsson maí 31, 2013 kl. 10:55 f.h. #

  Snarl ómar nú í hátölurunum á skrifstofu Dohop, hressandi vinnumúsík.

  Takk Dr. Gunni.

 2. Jóhann Ágúst Jóhannsson júní 3, 2013 kl. 2:01 e.h. #

  Frábært að fá þetta á MP3 – Takk Gunni fyrir framtakið!

  Ps. Er ekki borin von að vinna DHPF 7″ í dag?

Trackbacks/Pingbacks

 1. Snarl 2 | DR. GUNNI - október 14, 2013

  […] Og hér er svo fyrsta Snarl kassettan. […]

 2. Snarl 3 | DR. GUNNI - ágúst 23, 2014

  […] (1984)Snarl (1987)Snarl 2 […]

 3. Erðanúmúsik | Erðanúmúsik - september 27, 2014

  […] E09    SNARL Safnspóla með Sogblettum, Muzzolini, Gult að innan, S.H.Draum, Daisy hill puppy farm og Parror. Gefin út 1987. Sirka 300 eintök. Meira hér. […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: