Api á menningarviðburði

30 Maí

painsol
Það eina sem gerir okkur frábrugna öpum eru nokkrir litningar og menningin. Þess vegna er gáfulegt að sökkva sér í menningu. Þar er allt á fullu að vanda. Það er frábært og ég hef ákveðið að leggja mig fram í að mæta á menningarviðburði því ef enginn mætir þá verða engir menningarviðburðir.

Í Bíóparadís fer nú fram Alþjóðleg barnamenningarhátíð með fullt af myndum sem hægt er að sjá með krökkum. Við Elísabet sáum Ernest og Celestína í gær, sæta franska teiknimynd (með íslensku tali) um vináttu bjarnar og músar. Engin Hollywood væmni þar, heldur frönsk barnavæmni, sem er svo sem svipuð. 

Svo er það hann Daniel Johnston sem spilar í Fríkirkjunni á mánudaginn (3. júní). Þessi meistari spilar einn og með bandi og Árni Vilhjálms úr FM Belfast hitar upp. Örfáir miðar eftir á þetta möst!

Svo erum við að tala um All Tomorrows Parties síðustu helgina í júní. Allskonar gegt í gangi þar á gamla Kanavellinum. Frábært lænöpp á frábærum stað.

Og hvað er þetta sirkús dæmi sem ég er að sjá auglýst? Þetta virðist vera algjör snilld – heil Volcano sirkúshátíð í Vatnsmýrinni 4-14. júlí: „sex litrík sirkustjöld rísa í Vatnsmýrinni og mynda það sem við köllum sirkusþorpið.  Tjöldin hafa fengið nöfnin Eyjafjallajökull, Askja, Hekla, Katla Grímstaðavötn og Kaffi Volcano. Lifanid stemning verður allan daginn í þorpinu á meðan hátíð stendur.“ Ha? Vá! Og svo sé ég ekki betur en það verði boðið upp á 17 mismunandi sirkús-sýningar sem heita til dæmis Pluto Crazy og Pain Solution („sýning fyrir þá sem þora“)! Það má lesa um dæmið til dæmis á midi.is eða á Facebook-síðu sirkúshátíðarinnar

Mæta krakkar!!! Eða viljum við að landið sökkvi í menningarlausa lifrarkæfu doða og heimsku!?!?

3 svör til “Api á menningarviðburði”

 1. Stefán Bogi Sveinsson maí 30, 2013 kl. 9:02 f.h. #

  Grímstaðavötn? Ekki það að tjaldið má heita hvað sem er. En er þetta ekki einhver misskilningur?

  • drgunni maí 30, 2013 kl. 9:51 f.h. #

   Tja þetta er náttúrlega sirkúsfólk!

 2. Spritti maí 30, 2013 kl. 4:44 e.h. #

  Já ég er að hugsa um að breggða mér í sumar að sjá Nick Cave & the Bad seeds.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: