Blómey kannar Reykjanes

21 Maí

Göngu- og útivistarfélagið Blómey hóf 12. starfsár sitt í gær með nettri Reykjanes-ferð. Gengið var á tvö fjöll/fell, sem þó ná þeim árangri að komast í biblíuna Íslensk fjöll eftir Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. Festarfjall er skreppifjall rétt fyrir ofan Grindavík. Uppi var skítaveður enda grámyglað hafið beint af augum. Sýrfell hjá Reykjanesvita er annað skreppifjall og mun betra veður þar. Það lítur svona út:

DYolPh5wSvAevOvV8P7HYPpNLqLRgFQNpfbk05IOMME
Á leiðinni upp á Sýrfell var aðallega rætt um heimildamyndina If it ain’t Stiff, sem fjallar um Stiff Records útgáfuna (gaf út Ian Dury, Elvis Costello og fleiri meistara). Myndina má nú sjá á Youtube

AWyst_ChMgtq5rZyy2vPztxRgTPM7UyJvyS8BPPuxWs
Í hinum mikla menningarbæ Grindavík rákumst við á fallegt hús með allskonar steinum og beinum í garðinum. Fórum að skoða sem endaði með því að ábúandinn Þórdís Ásmundsdóttir bauð okkur inn og í kaffi. Þórdís er gríðarlegur safnari og á m.a. 12.000 penna. Hún safnar að auki steinum sem hún hefur aðallega fundið fyrir austan (hún og hin landsfræga Petra (Steinasafn Petru) voru vinkonur og söfnuðu steinum saman), barmmerkjum, bollum og allskonar dóti. Innlitið var bæði fræðandi og skemmtilegt. 

Því miður er ekki búið að opna Guðbergsstofu (það gerist um Sjómannadagshelgina). 

3 svör til “Blómey kannar Reykjanes”

 1. spritti maí 21, 2013 kl. 8:52 f.h. #

  Ég safnaði einu sinni merktum pennum.

 2. Helga maí 21, 2013 kl. 6:54 e.h. #

  eftir gönug á Reykjanesinu er eiginlega skylda að fá sér kaffi og gott með því (gammeldags brauðtertu) á Bryggjunni í Grindavík – frábært kaffihús

  • drgunni maí 22, 2013 kl. 4:34 f.h. #

   Við ætluðum að gera það en fundum ekki staðinn! Illa merkt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: