Smá um alvöru tónlist

17 Maí

Það var þá aldrei að okkur yrði ekki veitt brautargengi meðal Evrópuþjóða með hið stórkostlega lag Ég á líf. Ég var alltaf viss um að við kæmumst áfram. Alltaf! Já, nú verður sko grillað og veittir afslættir af grillum, bensíni og flatskjám. En að öðru:

johannkristinssonheadp
Jóhann Kristinsson – Typewriter
Jóhann Kristinsson hefur gefið út sína þriðju plötu en þrjú ár eru síðan síðasta plata hans, Tropical Sunday, kom út. Nýja platan ber nafnið Headphones og inniheldur 9 frumsamin lög. Headphones var að mestu leyti tekin upp í kjallaranum heima hjá Jóhanni og einnig í Stúdíó Sýrlandi og í tæplega 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. Fyrri plötur hans komu út um leið og þær voru tilbúnar og þar var ekkert hikað. Headphones er búin að vera tilbúin, í nokkrum mismunandi myndum, í eitt og hálft ár. Jóhann ákvað hinsvegar að vanda enn betur til verka í þetta skiptið og vera duglegur að henda í ruslafötuna, ef svo má að orði komast, við gerð þessarar nýju plötu.
Hér er á ferðinni persónuleg Indie/Folk plata með rafmögnuðu ívafi en fyrsta smáskífa hennar, lagið „No Need to Hesitate“ hefur fengið að hljóma í úvarpinu í þó nokkurn tíma. Það var auk þess valið á lista yfir 20 bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþættinum Straum.is.
Headphones kemur út í takmörkuðu upplagi, eða í aðeins 200 númeruðum eintökum. Myndlist Þóris Arnar Sigvaldasonar prýðir umslag plötunnar sem Jóhann setti svo sjálfur saman í höndunum. Platan verður fáanleg í öllum helstu plötubúðum og á internetinu. Typewriter (hér að ofan) er annað lag í spilun.

d-higgs
Dúndrrr gigg í kvöld: Daniel Higgs og Just Another Snake Cult spila á tónleikum á Faktorý föstudagin 17. maí. Frítt er inn á tónleikana og þeir hefjast klukkan 20:00.
Daniel Higgs er tón- og myndlistarmaður frá Baltimore í Maryland fylki Bandaríkjanna. Á níunda áratugnum spilaði hann í harðkjarna sveitinni Reptile House og stofnaði síðan tilraunarokkbandið Lungfish sem er starfandi enn þann dag í dag. Lungfish hafa alla tíð gefið út tónlist sína á Dischord útgáfunni og eru löngu orðnir goðsagnakenndir fyrir tónleika sína og plötur. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum öðrum verkefnum og söng til að mynda inn á síðustu plötu sænsku sveitarinnar The Skull Defekts.
Einn síns liðs hefur hann búið til tónlist undir eigin nafni og einnig listamans nafninu Cone of Light. Hann býr til sveimkennda þjóðlagatónlist þar sem hann leitar mikið til trúarlegrar tónlistar og vinnur með spuna. Tónleikar hans þykja mikil upplifun og er aldrei hægt að ganga að því vísu hvað hann mun bjóða uppá að hverju sinni.
Just Another Snake Cult koma einnig fram en þau spila nokkurskonar seventís popp í bland við þjóðlagatónlist.

11066_287169441411907_911354034_n
Mér barst bréf frá Valda í Lundi: Má ég kynna fyrir þér þrjá unga menn sem eru að sleppa frá sér tveimur breiðskífum undir tveimur nöfnum. Samnefnarinn er Freyr Flodgren (Rögnvaldsson), sem er hálfíslenskur en býr í Umeå í Sviþjóð. 
Freyr och vinur hans Ludvig Söderström spila under nafninu  „Lärkträdet“ (Lerkitréð) og voru rétt í þessu að sleppa myndbandi með laginu „Lugnet„.  Myndbandið er framleitt af nemendum af fjölmiðlunarbraut tónlistarháskólans í Piteå í Sviþjóð, og það er nemandi af hljóðtæknibrautinni sem stendur að upptökunni, sem og nemendur af tónlistarbraut sem spila undir. Meiri tónlist er að finna á Soundcloud og upplýsingar á Facebook síðu. Fyrsta platan er með sænskum textum, en næsta plata verður með enskum textum.
Freyr og vinur hans Lucas Enqvist spila under nafninu „Brother North“ og voru að gera opinbert fyrsta lag af komandi skífu á  Soundcloud: https://soundcloud.com/brothernorth. Báðar plötur eru nánast fullunnar og ættu að koma út á næstu vikum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: