Núna er núna

15 Maí

tgrW_Y-zxluQvALBXpWWTX7PxKYP0vtOgve8liRuTkg
Ég er yfirleitt frekar tregur við að tileinka mér tækninýjungar. Var lengi trúr vinýlplötunni og hataði cd til svona 1993 þegar ég seldi plöturnar og hellti mér út í cd-ið. Byrjaði aftur í plötunni um 2000 en fékk svo leið á því og seldi allt aftur. Nú er það Spotify sem fullnægir mér fullkomlega á þessu sviði. Ég á nokkrar plötur eftir og ætla að skella hér inn sölu bráðlega.

Ég var lengi með Nokia hlunk. Einu sinni var ég í dýragarðinum í Slakka með Steina Sleggju. Þá réðist brjálaður kalkúni á okkur. Þar sem bardagi Steina við kalkúnann er eitt það fyndnasta sem ég hef séð saknaði ég þess að vera ekki með síma með myndavél. Keypti svoleiðis daginn eftir. Því miður hefur enginn kalkúni ráðist á Steina síðan.

Var lengi að fá mér snjallsíma en gerði það fyrir nokkrum dögum (fyrir peninginn sem ég fékk fyrir plöturnar!) Finnst þessi sími eiginlega alveg æðislegur. Finnst ég loks vera „maður með mönnum“. Er búinn að fá mér öpp til að mæla ferðir mínar á hjóli og á fjöllum (Map my tracks) og til að vita hvað draslið á himninum heitir (Google Sky map). Er eiginlega stjarfur yfir því hvað kemst fyrir í einum litlum síma (Samsung Xcover 2). Ég á að geta farið með hann í sund og hann er líka útvarp, vekjaraklukka og vasaljós. Svo er ég búinn að taka nokkrar myndir af hendinni á mér. Tæknin maður. Hvílíkur heimur. Hversu langt sem við erum komin á 10 árum, hvað þá á einni öld. Núna er núna. Pældu í því.

Má ég ekki vera bjartsýnn á framtíðina? Þótt Sigmundur greyið  hafi nú komist að því að það er allt í klessu (auðvitað allt síðustu ríkisstjórn að kenna) og hann muni því sennilega ekki geta uppfyllt hin stórkarlalegu kosningaloforð. Hvílíkur brandari. Þið þarna sem verðið farin að berja í potta eftir hálft ár, vinsamlegast gerið það heima hjá ykkur.

5 svör to “Núna er núna”

 1. Óskar P. Einarsson maí 15, 2013 kl. 1:46 e.h. #

  Virðist vera ansi hreint geggjað símtæki. Hann er líka IP67, sem þýðir að hann myndi líklega lifa af kjarnorkusprengingu á 10.000 metra dýpi.

  • drgunni maí 15, 2013 kl. 2:08 e.h. #

   Tja, þetta er nú bara eitthvað mid-range dæmi. Kostaði 56.000 kall. Hægt að fá miklu dýrara dót…

   • Óskar P. Einarsson maí 15, 2013 kl. 5:22 e.h. #

    Mér finnst sama gilda um síma og reiðhjól. Þetta er bara sími/reiðhjól, óþarfi að fjárfesta í einhverri bílverðs-geðveiki.

   • drgunni maí 16, 2013 kl. 4:40 f.h. #

    Rétt svar.

 2. Frambyggður maí 16, 2013 kl. 7:17 e.h. #

  Símar eru fínir. Tölvur líka. Sími og tölva í sama tæki er snilld. Ég á ekki snjallsíma enn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: