Fossaklúður gullaldar-rokkara

10 Maí

gullfozz
Heldur er óheppilegt að tvö „gömlukallabönd“ sem nýlega hafa sprottið upp skuli bæði nefna sig eftir íslenskum eðalfossum.

Gullaldarrokkbandið Gullfoss með gítarleikarann Sigurgeir Sigmundsson í fararbroddi gerir nú allt sturlað með íslenskri útgáfu af Nazareth/Everly Brothers-slagaranum Love Hurts (Þú ein). Ekki er nóg með að Gullfoss geti valdið ruglingi við dj-dúóið Gullfoss og Geysi og gleymdu ballhljómsveitina Gullfossi sem var skipuð Sigga Gröndal, Birni Jörundi, Golla, Óla Hólm og Inga og starfaði 1998; heldur er klárt að fólk mun rugla saman Gullfossi og hinni nýju gömlukallasveitinni Goðafossi.  Goðafoss er ofurgrúppan sem Gunni Þórðar, Maggi Kjartans og fleiri „gullaldar“-rokkarar hafa stofnað til að hita upp fyrir Deep Purple á tónleikum í Laugardalshöll 12. júlí.

Strákar í Gullfossi og Goðafossi – þarf ekki annað hvort bandið að skipta snarlega um nafn? Ekki samt kalla ykkur Geysi, það mun bara valda ruglingi við Vesturíslendinga-proggsveitina Geysi sem SG gaf út 1974. Hvað með hljómsveitin Strokkur, eða hljómsveitin Smjörbítill?

godafozz

Eitt svar to “Fossaklúður gullaldar-rokkara”

  1. Frambyggður maí 10, 2013 kl. 9:04 e.h. #

    Skrokkur, Stafir, Stjarf, Ómar, Ramó, Hross, Lof, Ræt, Rústik, Remó, Raspandi. Hmm… veit ekki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: