Tíkarlegir bílar eru allt sem ég þrái

29 Apr


Hér er lagið Aheybaró með Kött Grá pjé. Ég veit eiginlega ekkert um Kött, nema að hann er frá Akureyri. Þetta er mjaðmahríslandi ofurstuðlag og ef ég væri daxrárstjóri myndi ég spila þetta í spað. Því miður er ég ekki daxrárstjóri.

Þegar Rás 2 byrjaði var ég brjálaður. Mér fannst þetta svo mikil blaðra. Ég hafði búist við almennilegri músík en svo voru þetta bara gamlir kallar (sixtís lið!) að spila blöðrupopp. Ég var svo brjálaður að ég skrifaði í Velvakanda Moggans. Þetta var 1984 og ég notaði leyninafnið Birtingur svo ég gæti komið að smá plöggi á S.H.Draum:

birtingur-ras2

Arid er augl-Stor

Í dag er Rás 2 auðvitað allt önnur stöð og oft alveg frábær. Ég hlusta lang mest á Rás 2 þótt ég taki alveg Xið, Rás 1 og FM957 líka. Rás 2 heldur upp á þrítugsafmælið í ár og m.a. með 2ja tíma sérþáttum um öll árin 30, sem Gunnlaugur Jónsson sér um. Þetta verða án efa nákvæmir, massífir og ítarlegir þættir. Hér er kynning:

Fyrsti þátturinn, í útvarpsþáttaröðinni Árið er …. Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, fer í loftið á Rás 2 laugardaginn 4. maí kl. 16.05. Í þáttunum eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu, auk þess sem drepið er á helstu dægurmálum samtímans hverju sinni. Í tilefni af 30 ára afmælisári Rásar 2 í ár, er fyrsti þátturinn helgaður árinu 1983.

Meðal viðmælenda í fyrsta þættinum eru Eyþór Gunnarsson, Björgvin Gíslason, Valgeir Guðjónsson, Eyjólfur Jóhannsson, Jakob Smári Magnússon, Þór Freysson, Ragnhildur Gísladóttir, Bubbi Morthens, Ásmundur Jónsson, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Jakob Frímann Magnússon.

Boðið verður upp á tóndæmi með Mezzoforte, Björgvini Gíslasyni, Björk Guðmundsdóttur, Gunnari Þórðarsyni, Tappa Tíkarrassi, Q4U, Jóhanni Helgasyni, Grafík, Baraflokknum, Grýlunum, Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni, Bubba Morthens, Kukli, Íkarus, Áhöfninni á Halastjörnunni, Stuðmönnum, Magnúsi Eirikssyni, Dúkkulísum, Lólu, Ladda og fjölmörgum öðrum flytjendum sem lituðu íslenska tónlistarárið 1983.

Árið er …. Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum verður á dagskrá á laugardögum á Rás 2 næstu mánuði og þættirnir eru endurfluttir á sunnudagskvöldum. Umsjónarmaður er Gunnlaugur Jónsson og honum til aðstoðar eru Ásgeir Eyþórsson, Jónatan Garðarsson og Sigríður Thorlacius.

Svo ég haldi áfram að plögga atriði á Rás 2:

Mosa frænda vantar texta og þú getur hjálpað!!!

4 svör til “Tíkarlegir bílar eru allt sem ég þrái”

 1. Heimir Björnsson apríl 29, 2013 kl. 8:47 e.h. #

  Fyrir alla muni tjékkaðu á Nolem, sem ber ábyrgð á mússíkinni atarna. Góður og gegn drengur.

  Aheybaró!

 2. Óskar P. Einarsson apríl 29, 2013 kl. 9:10 e.h. #

  Mér finnst þetta meira og minna alveg jafnömurlegt og það var 1983. Kannski er séns að finna einhvern niðurtrampaðan „sérþátt“ eftir kl. 1:00 á þriðjudagskvöldi. Árni Zúri getur sett betri útvarpsþátt saman á 2 tímum – í svefni og með rassgatinu – en það sem rúllar á þessu aldraða bákni (er ekki annars megnið af R2 starfsmönnum gamlir X-arar?).

 3. Frambyggður apríl 30, 2013 kl. 3:18 e.h. #

  Góð grein. Verð að viðurkenna að ég upplifi þetta svipað núna. Sömu lögin allan daginn og dýrkun ákveðinna hljómsveita orðin að lögmáli.

Trackbacks/Pingbacks

 1. Kött númer eitt! | DR. GUNNI - júní 23, 2013

  […] stuttu bloggaði ég um lagið frábæra með Kött Grá Pjé og Togga Nolem Gíslasyni, Aheybaró og sagðist spila […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: