Kúgast yfir augum

23 Apr

john_waters
Margir hafa haft áhrif á mig í gegnum tíðina. Einn þeirra er leikstjórinn John Waters, sem ég var með æði fyrir einu sinni og átti allar vhs-spólurnar með honum. Mér fannst myndirnar hans æðislegar og hann sjálfur, í viðtölum og bókum, alveg toppnæs. Ég var undir slíkum áhrifum að ég reyndi að safna yfirskeggi eins og hann er með, en hafði ekki skeggvöxtinn í það. Það var löngu síðar að ég fattaði að hann væri hommi. Ég var eitthvað svo ótrúlega blindur á slíkt. Ég var líka heillengi að fatta að Páll Óskar væri hommi. Þegar maður hitti hann í Aðalvideóleigunni (og lánaði honum John Waters á VHS auk hinna tveggja höfuðsnillinga költsins í kringum 1990, leikstjóranna Russ Mayer og Herschell Gordon Lewis) var maður aldrei eitthvað að spá í þessu.

John Waters kom á Kvikmyndahátíð í Rvk 1984 og sýndar voru helstu myndir hans fram að þeim tíma. Formaður hátíðarinnar Hrafn Gunnlaugsson vildi auðvitað reyna á þolrif „viðbjóðs-meistarans“ og gaf honum svið. John segir frá þessu í einni bóka sinna og segist hafa kúgast yfir augunum.

Því miður var Serial Mom (1994) síðasta verulega góða mynd meistarans. Þetta fór dalandi og náði botninum í hinni ömurlegu A Dirty Shame frá 2004, sem er álíka hugmynda-flopp í höfundaferli Johns eins og Hin eilífa þrá er í ferli Guðbergs Bergssonar (annars meistara og áhrifavalds).

Ekki veit ég hvort það  komi einhvern tímann ný John Waters mynd, en ég veit þó að meistarinn varð 67 ára í gær og að því tilefni tók Flavorwire saman þessi 67 bráðskemmtilegu kvót í meistarann.

AUKAEFNI:
Fúlu kommarnir á Þjóðviljanum hnýta í Hrafn Gunnlaugsson og John Waters e. kvikmyndahátíð 1984.
kommawaters

3 svör to “Kúgast yfir augum”

 1. Eggert apríl 23, 2013 kl. 9:30 f.h. #

  Ég hef aldrei skilið að fólki finnist A Dirty Shame ekki stórkostleg mynd.. kanski ekki eins góð og bestu myndir Waters en mikið finnst mér hún fyndin.

  • drgunni apríl 23, 2013 kl. 10:16 f.h. #

   Ekki fyndin og kallinn of mikið að reyna… En kannski ætti maður að tékka á henni aftur.

 2. Pétur apríl 23, 2013 kl. 1:59 e.h. #

  Ég hafði nú ansi gaman af Cecil B. Demented. Helvíti fín fyllirísræma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: