Geðveiki í Gálgahrauni

22 Apr

hjola1
Hjólavertíðin hófst í gær í góða veðrinu. Tók helvíti góðan hring. Úr 107 í Hafnarfjörð, þaðan gegnum Heiðmörk og Garðabæ og Kópavog og Öskjuhlíð og heim. Ég þreytist ekki á að hrósa þessum frábæru hjólastígum um allan bæ. Ég hef aðeins kíkt á Gálgahraun í þessum ferðum mínum. Ekki mikið samt því þetta svæði er ekki mjög aðgengilegt. Það er t.d. enginn stígur í gegnum hraunið sem hægt er að hjóla, sem væri þó snilld. Ég þarf þó að taka svæðið út asap og það gerir maður gangandi.

Fyrir hrun var endalaust talað um Kárahnjúka. Nú er nýjasti núningurinn um Gálgahraun. Ég gat aldrei tekið einarða afstöðu um Kárahnjúkadótið á sínum tíma. Fólk á Austfjörðum bar sig illa og álverið og þessi framkvæmd öll átti að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og gefa fólki ástæðu til að vakna á morgnanna. Vakna, vinna í álinu, koma heim, horfa á sjónvarpið, kaupa dót, fara til útlanda, sofna og dreyma dót. Svona eru hjólin. Og er maður ekki seldur inn á þetta þótt maður vinni ekki í álverksmiðju? Ég náði líka alveg hinu sjónarmiðinu að vernda óspillta náttúru á viðsjárverðum tímum o.s. frv. Sama hvað ég reyndi var ég alltaf 50/50 í þessu máli. Ekki drepa mig.

Þessi vegur um Gálgahraun virðist hins vegar vera algjört rugl og sóun á almannafé. Fyrir það fyrsta hélt ég að Álftanes væri skuldugasta bæjarfélag á landinu enda búið að eyða langt um efni fram, m.a. í manndráps-öldulaug í dýrustu sundlaug í heimi m.v. höfðatölu. Væri ekki nær að eyða þessum milljarði sem vegurinn á að kosta í að borga eitthvað af sundlaugarhýtinni niður? Spyr ég eins og sú hagsýna húsmóðir sem ég er.

Ég get ómögulega séð að nýr vegar sé algjört möst. Má ekki steypa upp þann gamla? Hraunavinir eru með undirskriftasöfnun til að mótmæla þessu rugli. Ég er búinn að kvitta.

hjola2
Ef myndin prentast vel sést glitta í Helgafell.

hjola3
2007 bygging og gapandi gin hjóls atvinnulífsins.

hjola4
Önnur 2007-bygging. Ísland er fullt af svona, leyfum síðasta góðæris og þess stjórnarfars sem fólk ætlar að fara að kjósa aftur á laugardaginn. Ég segi það enn og aftur: (hið svokallaða) hrun var þér að kenna.

En kannski ha, verður þetta allt öðruvísi og miklu betra núna?

Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results. Albert Einstein.

3 svör to “Geðveiki í Gálgahrauni”

 1. Óskar P. Einarsson apríl 22, 2013 kl. 9:55 f.h. #

  Mér er alveg drullusama um fornminjar og Kjarval og eitthvað í þessu hrauni en ég skrifa undir þetta til að stöðva það sem gæti jafnvel orðið heimskulegri framkvæmd en allt annað sem komið hefur áður (og er af nógu að taka!). Hvað búa aftur margir á Álftanesi? Hundrað? Þrjúhundruð? Komm ðe fokk on!

 2. Davíð apríl 22, 2013 kl. 9:52 e.h. #

  Byggingin á myndinni „2007 bygging og gapandi gin hjóls atvinnulífsins“ er ný bygging sem verið er að vinna að, einbýlishús sem er verið að byggja!

  • drgunni apríl 23, 2013 kl. 5:16 f.h. #

   Ha ha ha ok – en þú veist hvað ég meina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: