Nick Cave og sjóveikistöflurnar

17 Apr

nick86
Árið 1986 var helvíti gott í innflutta rokkinu hér. Einsturzende Neubauten spilaði í maí og Crime & The City Solution í ágúst. S.H.Draumur hitaði upp í bæði skiptin og fékk svaka fínar móttökur, fannst mér. Þetta var allt stöff sem maður var gjörsamlega að fíla, þessi ástralska/Berlínar sjúskrokk og hávaðalína. The Birthday Party hafði náttúrlega verið uppáhaldshljómsveitin mín lengi og bæði Mick Harvey og Roland S. Howard voru í Crime & The City Solution á þessum tíma. Ég sá það bara í morgun á Wikipedia að orginal trommari Swell Maps var líka að spila á þessum tíma með Crime, Epic Soundtracks kallaði hann sig, en á þessum tíma veitti maður því enga athygli (enda ekkert internet!)

Ég var náttúrlega eins og bjáni með goðunum í bakherberginu á Roxzý á Skúlagötu þar sem þessi gigg fóru fram og toppaði aulaganginn með því að hella úr kókglasi yfir borð. Svart hvítur reyndi að ganga í augun á Áströlunum með því að byrja settið á Scientists-laginu Happy Hour, en þeir minntust ekkert á það. Ég fylgdist vel með því hvernig Roland stillti magnarann sinn og sú uppskrift var einföld: treble, middle og bass allt í botn og enginn effekt. Ég hafði lesið það haft eftir honum að það væru bara krakkar sem þurftu að nota effektapedala.

Við mættum tómlæti af Crime en fengum þó allavega að hanga með þeim í bakherberginu. Einsturzende létu hinsvegar reka okkur út. Þeir voru með einhverjar grámyglulegar og grindhoraðar Berlínarpíur með sér og það hefur örugglega verið einhver dópveisla hjá þeim á meðan við nöguðum rör í kókflöskum í anddyrinu.

En jæja. Ég fór til Lyon í september til að læra frönsku (oui oui). Skömmu síðar bárust okkur Trausta, sem leigði með mér, þau stórtíðindi að Nick Cave & The Bad Seeds væru að fara að spila á Roxzý. Þetta skyggði algjörlega á leiðtogafundinn sem við höfðum heyrt af skömmu áður. Djöfull fannst mér ömurlegt að vera fastur í Lyon á meðan leiðtogi lífs míns var að spila á klakanum. Svart hvítur hefði örugglega fengið að hita upp!

Miklum sögum fer af Nick á Íslandi. Ég hef heyrt í tveimur aðilum sem voru á svæðinu. Þetta eru fyrirmenni og góðborgarar í dag svo fyrst kemur saga Hr. X:

„Ég var eitthvað viðriðinn það að flytja Nick Cave inn. Caveinn var alveg helfarinn af heróín-neyslu á þessum tíma. Þeir komu með flugi á laugardagskvöldið og á sunnudeginum var kappinn orðinn slappur. Það var náttúrlega ekkert hægt að redda heróíni á klakanum á þessum tíma, ekki einu sinni hægt að fá almennilegan Konta.

Ég fór því niður á kæja, braust inn í bát og hafði morfín og sjóveikistöflur upp úr krafsinu handa kappanum svo hann gæti nú spilað smá rokk handa okkur um kveldið. Fór svo með stöffið upp á City hótel þar sem Caveinn og Tony sándmaður nutu veigana. Ekki i fyrsta skiptið sem eitthvað skuggalegt átti sér stað á því eðal sorahóteli. Hann hafði engan áhuga á sjóveikistöflunum enda var það nú bara fyrir vandræðaunglinga sem héngu á Hlemmi. Um kvöldid voru allir glaðir og var rokkað feitt á Roxy.
Blixa (Bargeld gítarleikari The Bad Seeds) hafði ekki skipt um leðurgalla síðan hann spilaði á Íslandi með Einsturzende 2 mánuðum áður. Tveimur dögum seinna var Cave settur i steininn i New York þegar hann var böstaður að kaupa heróín. Hann hefði betur farið niður á kæja.“

Hr. Z var á tónleikunum í Roxý (eða Roxzý eins og staðurinn var nú kallaður eftir nýjasta kennitöluflakkið):

„Ég var í tótal blakkáti. Man bara þegar Cave skjögraði af sviðinu í miðju giggi til að skreppa baksviðs og fá sér hressingu. Hann var eitthvað óstöðugur á fótunum kallinn og stelpan sem stóð við hliðina á mér ætlaði eitthvað að styðja við hann. Hann kýldi hana í gólfið.

Sagt var að fyrstu orð Cave þegar hann kom gegnum tollinn hafi verið „Where’s the stuff?“ Menn voru víst hringjandi út um allt að leita að heróini. Einhver hringdi til dæmis í Megas, sem þá var alveg streit. Það stóð til að taka sjónvarpsviðtal við Cave eftir tónleikana. Gott ef það var ekki Hrafn Gunnlaugsson sem átti að taka viðtalið. Það var allavega blásið af vegna þess að Cave var kominn með sprautukittið sitt í hendurnar og ætlaði að fara að fixa á meðan á viðtalinu stæði.“

Legendary gigg svo sannarlega! Og ég hvergi nærri (bú hú). Þegar Caveinn kom hingað 2002 átti Arnar Eggert viðtal við Jóhannes Ágústsson í 12 tónum. Það má lesa hér, en í því kemur m.a. fram að Cave man ekkert eftir þessu giggi og þvertók fyrir það að hafa nokkru sinni komið hingað 1986!

4 svör to “Nick Cave og sjóveikistöflurnar”

 1. Ari Eldjárn apríl 17, 2013 kl. 5:55 e.h. #

  Einhvern tíma heyrði ég að Friðrik Þór hefði tekið upp viðtal við hann sem aldrei hefur verið birt. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

  • P apríl 17, 2013 kl. 6:07 e.h. #

   Þetta viðtal er til, held að Bubbi (kvikmyndagerðarmaður, ekki tónlistarmaður) eigi spólurnar

 2. Ingimar apríl 17, 2013 kl. 7:14 e.h. #

  Skv. Bad Seed eftir Ian Johnston er Mick Harvey eini meðlimur sveitarinnar sem man eftir fyrstu Íslandsferðinni.

  Ef hr X er sá sem ég held hann sé þá sagði hann mér eitt sinn frá því er hann rakst á Nick í New Orleans sitjandi á skóburstunarbási með viskífleyg í klofinu. X fór og heilsaði upp á Nick sem mundi ekkert eftir honum né því að hafa komið til landsins. „Iceland? I´ve been to Iceland“? voru viðbrögð hans.

 3. Magnus Guðmundsson apríl 18, 2013 kl. 3:49 e.h. #

  þetta voru legendary tónleikar. Mér er minnistaett þegar Cave sagði :“Anybody want to give me a drink?“ Held að einhver úr Daisy Hill Puppy Farm hafi rétt kappanum dýrkeypt Rom og Kók. Cave teigaði glasið og sagði svo : „I am not a nice guy.“ þetta fannst manni voða töff. Svo tóku þeir ótrúlega útgáfu af All tomorows parties. Minnir ad Bargeld hafi ekki tekið neitt grip heldur bara strömmad allt lagid.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: