Safnkassettan Rúllustiginn frá 1984

12 Apr

Útgáfufyrirtæki mitt Erðanúmúsík er lítið starfandi þessa dagana, gaf síðast út diskinn Inniheldur árið 2009. Mér finnst gráupplagt að gera afurðir útgáfunnar aðgengilegar fyrir nútímafólk. Hér kemur því safnkassettan RÚLLUSTIGINN frá árinu 1984. Kassettan inniheldur 26 lög með 10 hljómsveitum. Líklega voru um 200 stk búin til og þetta var metnaðarfullt: Útgáfan samanstóð af kassettu og 12 bls A5 bæklingi sem komu út saman í umslagi. Hvert kassettu-umslag var einstakt því vatnslitað var á hvert og eitt einasta og umslögin utan um kassettu og bækling voru líka mismunandi. Ekkert alnetskjaftæði til að eyða öllum sínum tíma í á þessum árum, jú sí.

Rúllustiginn-kassettuumslag

(Klikktu á umslagið eða þetta til að niðurhala zip-fæl af Rúllustiganum: VA – Rullustiginn 1984

Aðeins um böndin á Rúllustiganum:

Vonbrigði var eitt aðal nýbylgju-rokkbandið á þessum árum. Ó Reykjavík þekkja allir, en sveitin gerði líka 4-laga 7″ og 7-laga 12″, Kakófóníu. Á nýrri öld var kombakk og tveir diskar auk þess að endurútgefið gamalt efni kom út á 12″ hjá Mauerstadtmusik í Þýskalandi. Á Rúllustiganum eru 3 stúdíólög sem ekki komu út annars staðar svo mér þótti mikil vigt í að byrja kassettuna á þessu stöffi.

Hin snilldargóða sveit Fan Houtens Kókó er með 3 lög. Þetta var popp-deild súrrealistahópsins Medúsu og í bandinu voru m.a. Þór Eldon og Einar Melax, síðar Sykurmolar. Ég var gríðarlegur aðdáandi þessa bands, en sá það ekki oft á sviði. Hins vegar spilaði ég kassettur sveitarinnar í tætlur, Musique Elementaire og Það brakar í Hr. X (báðar frá 1981, held ég). Það hefur staðið til í nokkurn tíma að gera þessar spólur aðgengilegar á ný og vonandi gerist það fljótlega.

Hana var skammlíft instrúmental band og á 2 lög. Í sögulegu samhengi líklega merkilegast fyrir það að Jóhannes Ágústsson, annar eigandi 12 tóna, trommaði í sveitinni.

Lojpippos og Spojsippus var líka (að mestu) instrumental og er með 2 verk á Rúllustiganum. Þetta var gallsúrt dúó undir miklum áhrifum frá The Residents og álika súrmeti. Þrátt fyrir mikla snilld kom ekkert út með sveitinni, nema maður telji með kassettuna PAKK (Grammið gaf út – þessi kassetta kom svo eftirminnilega út í svörtum nælonsokki) sem þeir „Loj og Spoj“-menn gerðu með Einari Erni og Braga, sem þá voru í Purrkinum.

Hljómsveitin Ást var stofnuð á grunni sveitarinnar Stífgrím og hafði þá meistara Kristinn Jón Guðmundsson og Stein Skaptason í forgrunni. Í þessum fjórum lögum á Rúllustiganum spila með Trausti Júlíusson, sjónvarpsstjarnan Jón Kristinn Snæhólm (ÍNN) og ég sjálfur undir listamannsnafninu Brúnó.

Hlið B byrjar með Svart hvítum draumi. Á þessum tíma var gullsmiðurinn Haukur Valdimarsson að tromma, en svo skemtilega vill til að næsti trommari, Birgir Baldursson, tók öll lögin 3 upp í Hljómskálanum, þar sem hann komst inn út af lúðrasveitar-samböndum. Lagið Sveifluháls þótti nokkuð svalt og textabrotið „Ef ég væri bær, væri ég farinn í eyði“ lýsir þeirri unglinga-melankólíu (AKA engin stelpa vill mig-heilkenninu), sem ég var haldinn á þessum árum. Líkt og Billy Bibbit náði ég mér loks af þessu.

Jói á Hákanum á 3 lög. Þetta var svipað en ögn hippaðra band en Loj og Spoj og úr sama vinahópi, held ég, MH-ingar aðeins eldri en ég. Í Jóanum voru m.a. Gunnar Grímsson og söngvarinn Rúnki Busi. Jóinn kom engu út en bandið fékk að gera heilan þátt í Rokkarnir geta ekki þagnað, sem má sjá á Youtube!

Didda söng í hljómsveitinni Slagverkur og Ívar Bongó (síðar í Risaeðlunni) spilaði á bassa. Bandið á 2 lög á Rúllustiganum.

Hávegur 1 var tilrauna-lofi úr vinahópnum í Kóp. Þrjú lög með þeim.

Að lokum var svo smá tilrauna-djass með spunatríóinu Spilliköttur. Í bandinu voru Birgir Baldursson á trommur, Sigurður Halldórsson bassaleikari og Ingólfur saxófónleikari.

8 svör til “Safnkassettan Rúllustiginn frá 1984”

 1. Óskar P. Einarsson apríl 12, 2013 kl. 12:28 e.h. #

  Glæst! Er þetta ekki mikið af stöffinu sem var í Snældu-þáttunum fyrir ca. 5 árum síðan?

 2. Óskar P. Einarsson apríl 15, 2013 kl. 11:54 e.h. #

  Virkilega skemmtilegt stöff, með þessu „kassettusándi“. Ætlarðu að henda inn Strumpum, Snörlum og Skúringum einhvern tímann seinna? Það fer nú að koma tími á að heyra „Farðu í Hús“ og fleiri góða smelli aftur…

  • drgunni apríl 16, 2013 kl. 4:33 f.h. #

   Til að byrja með hendi ég inn afurðum Erðanúmúsík – ss því sem ég gaf út á sínum. Svo kannski hitt seinna…

Trackbacks/Pingbacks

 1. Fáðu þér Snarl | DR. GUNNI - maí 31, 2013

  […] leynist á safnkassettunni SNARL sem Erðanúmúsík gaf út árið 1987.  Ég hafði gefið út RÚLLUSTIGANN þremur árum áður, var ný kominn heim frá Frakklandi, og fannst nauðsynlegt að koma þeirri […]

 2. Snarl 3 | DR. GUNNI - ágúst 23, 2014

  […] Rúllustiginn (1984)Snarl (1987)Snarl 2 (1987) […]

 3. Erðanúmúsik | Erðanúmúsik - september 27, 2014

  […] E02    RÚLLUSTIGINN Safnspóla með Vonbrigði, Fan houtens kókó, Hana, Lojpippos og Spojsippus, Ást, S.H.Draum, Jóa á hakanum, Slagverk, Hávegi 1 og Spilliketti. Var gefin út í tæplega 200 eintökum 1984. Meira hér. […]

 4. Spilliköttur, Ást og Gakk á tónleikum 24. nóvember 1985 | HLJÓÐMYND - SOUNDIMAGE - nóvember 12, 2020

  […] gott sem daglegur gestur í plötuversluninni Gramminu þessi árin. Árið áður var gefin út tónsnældan Rúllustíginn af Erðanúmúsík  í 250 eintökum sem vakti nokkra athyggli og aðdáun í mínum félagahópi. Á þessari […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: