Skýringin á vinsældum Framsóknar

6 Apr

halldorbald
Ég þekki engan sem ætlar að kjósa Framsókn. Það hlýtur að vera vegna þess að ég þekki bara svona skrítið fólk. Sumir sem ég þekki eru þó farnir að hallast að því að það væri bara ágætt að flokkurinn kæmist í hreinan meirihluta og þyrfti ekki hækjuflokk. Það væri þá engum öðrum um að kenna ef allt fokkaðist upp.

Skýringin á vinsældum Framsóknar er þessi:

Þetta verður ekki verra

Þessa skýringinu heyrði ég hjá nöktum karlmanni, sem var að ræða „hið pólitíska landslag“ við annan naktan karlmann í búningsklefa. Sjálfur var ég kominn í nærbuxurnar enda þekkti ég þessa menn ekki neitt og tók ekki þátt í samræðunum.

Ánægjulegt er að sjá að Sjalla-jockin eru með glataða stöðu í könnunum og megi sú staða haldast sem lengst.

Margir sem ég þekki eru farnir að hallast að Pírötum. Þeir fá aukinn meðvind þegar kannanir sýna að þeir komi fólki á þing og þess vegna sé „atkvæðinu ekki kastað á glæ“. Þeir eru kannski ágætir, nördar og svona (nördar eru besta fólkið eins og allir vita), en ég veit svo sem ekkert fyrir hvað þeir standa enda ekki glæta í helvíti að ég nenni að eyða tíma mínum í að lesa stefnuskránna þeirra. Eða jú, kannski nenni ég því, þetta virðist ekki vera svo mikið.

ps. Upp á grín ætlaði ég að photosjoppa hárið á Kim Jong-un ofan á Sigmund Davíð til að skreyta þetta blogg en nennti því svo ekki. Samt er ég alls ekkert latur. Maður verður bara að forgangsraða. Í staðinn er enn ein frábær mynd e. Halldór Baldursson úr Fbl. sem skýrir þetta líka vel.

3 svör to “Skýringin á vinsældum Framsóknar”

 1. Sigþór Ari apríl 6, 2013 kl. 7:18 f.h. #

  Kannski er það bara fyrirbrygði sem heitir vísitölufjölskyldan sem ætlar að kjósa framsókn. Hún er til þó svo að maður var um tíma farinn að halda að svo væri ekki. Núverandi ríkisstjórn reyndi í 4 ár að þóknast jaðarhópum með göfug markmið sem stukku frá borði um leið og þeir fengju ekki alla þá athygli sem þeir töldu sig eiga skilið. Eftir standa nýjir formenn með flokka þar sem vísitölufólkið er löngu farið og jaðarhóparnir flestir hafa stofnað nýjan flokk sjálfum sér til dýrðar. Get ekki annað en dáðst að fólki sem stendur í brúnni og gerir sitt besta. Dýr var Davíð FLokknum en dýrari voru háværu einsstrengingslegu jaðarhóparnir vinstri mönnum

  • Feitibjörn apríl 6, 2013 kl. 8:03 f.h. #

   Ég er búinn að sjá líklega skýringu á feisbúkk í gær og nótt. Eftir að dv.is kom með kosningaprófið er allt morandi í fólki sem póstar niðurstöðum og segir „ég á víst að kjósa Dögun/Lýðræðisvaktina/Sturlu Jónsson, er það eitthvað oná brauð? ég vissi ekki að það væri til flokkur sem héti það…“ osfrv. – Liðið nennir ekki (frekar en þú) að kynna sér nýju framboðin. Notar því útilokunaraðferð. Ekki stjórnina áfram. Ekki Ken-dúkkuna hans Davíðs. Ergo: Framsókn.

 2. Pakkakíkir apríl 6, 2013 kl. 10:13 f.h. #

  Skýringin er sú að X13 er næstum eins og XB….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: