1 bók, 3 myndir

26 Mar

Menningin lætur ekki stoppa sig. Ég tilkynni:

Kortið og landið eftir frönsku rithrúguna Michel Houellembecq er ljómandi skemmtilesning rekin áfram af bráðsniðugri andúð á mannkyninu eins og það leggur sig. Hló einu sinni upphátt, sem er vel af sér vikið, sérstaklega þar sem verið var að tala um jarðarför. Fjórar stjörnur!

Hitchcock er mynd um Hitchcock og Ölmu konuna hans á meðan þau voru að gera Psycho. Anthony Hopkins er full asnalega fitaður upp og meikaður og maður kemst svo sem ekkert mikið inn í persónuleika meistarans. En svona ágætt engu að síður, samt ekki nema 2 stjörnur. Hjálpar ef maður er Hitchcock aðdáandi.

Jack the Giant Slayer er fín ævintýramynd sem manni leiðist ekkert yfir. 3 stjörnur. 

End of Watch er böddí mynd í gengjahverfi LA. Langt sem maður hefur leitt hugann að gengjahverfum LA, enda allt þetta lið þar svo hallærislegt. Þetta þótti samt rosa kúl þegar Ice T og Ice Cube voru svalir. Voða mikið bang bang og hormónarúnk. Ekkert svo skemmtileg mynd. Skil ekki alveg alla þessa súperdóma sem hún hefur fengið. Ég gef henni allavega ekki meira en 2 stjörnur.

Hér eru svo þeir félagar Úllibekk og Igurður Popp eitthvað að gamna sér:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: