Rasískt barnablað

14 Mar

ungaisland
Tímarit.is er hvílík gullkista. Sem betur fer endar ekki allt starf blaðamannsins í gámunum hjá Sorpu heldur fer það líka þarna inn. Barnablaðið Unga Ísland kom út 1905 og var eflaust ekkert rasískara en gengur og gerist á þessum tíma. Í þessu sláandi hefti var ungdómurinn fræddur um svarta menn, sem „standa langt að baki hvítu mönnunum að menningu og andlegum þroska“ o.s.frv. Nálgist með varúð…

6 svör to “Rasískt barnablað”

 1. fv.Rasisti mars 14, 2013 kl. 2:40 e.h. #

  Takk fyrir þetta Dr.Gunni: Af hverju varst þú ekki löngu búin að sýna okkur þessa grein UNGA ISLAND ? Nú skil ég hlutina lox mun betur, nú skil ég lox betur afhverju sumir eldri og yngri eru Rasistar. Einfaldlega uppeldið og fáfræðin…. og því sem haldið er að fólki á uppvaxtarárum, og festist svo í viðjum hugarfarsins,,ætli ég kannist ekki við hluta af því sem stendur þarna, því mörgu af þessu var haldið að mér fyrir áratugum, það var samt gott fólk sem gerði það því það vissi ekki betur og var heimskt og fáfræðin réði ríkjum um Negrana / Blökkufólkið.

  Og að í þessari skýtugu grein UNGA ISLAND skuli hafa verið ritstjóri sem var cand. phil.

  p.s. Ég var Rasisti.

 2. jonas mars 15, 2013 kl. 2:25 f.h. #

 3. Fortíðin mars 15, 2013 kl. 12:02 e.h. #

  Þess má geta að þetta birtist „fyrst“ hér https://www.facebook.com/Fortidin

 4. Samy mars 15, 2013 kl. 5:32 e.h. #

  Setninguna á forsíðunni: „Svertingjar standa langt að baki hvítu mönnunum að menningu og andlegum þroska“… myndi enginn heilvita maður láta út úr sér í dag. En ef menn nenna að fletta yfir á næstu síðu í tímaritsgreininni kemur í ljós að greinarhöfundur er fyrst og fremst að áfellast Evrópumenn fyrir skefjalausa grimmd gegn blökkumönnum. Hann rekur ágætlega sögu þrælahalds og útlistar fyrir ungum lesendum hve illa „aumingja svertingjunum“ hljóti að hafa liðið í prísundinni. Svo er hitt: ef ekki má nefna að munur sé á þroska, menntun og þróunarstigi samfélaga, hvers vegna í ósköpunum eigum við að stunda þróunarhjálp? Munum að Danir reyndu hvað eftir annað að stuðla að þróun Íslands, a.m.k. frá 18. öld, en allt strandaði á tregðu og íhaldssemi íbúanna og sérstaklega þó á ofbeldisfullu sérhagsmunapoti forréttindastétta. Þetta vantar í sögubækurnar okkar. Svipað stendur flestum „vanþróuðum“ löndum fyrir þrifum í dag.

  • BALZAC mars 19, 2013 kl. 2:49 e.h. #

   Dear Samy.

   Eitt er að hjálpa náunga sínum af því hann er illa staddur, annað að hjálpa honum af því maður á að vera góður við dýrin.

   • Sæmundur G. Halldórsson apríl 19, 2013 kl. 12:19 f.h. #

    Cher Balzac.

    Það getur vel verið að Albert Schweizer t.d. hafi verið vonlaus rasisti samkvæmt nútíma pc hugsun. En ég held nú samt að hann hafi gert meira fyrir fólkið sem kom til hans í Lambarene en allir pc spekingar nútímans samanlagt. Okkur hættir of mikið til að leggja mælikvarða augnabliksins á orð og gerðir fólks á öðrum tíma og stöðum en okkar. Með slíkum anakrónisma og naflaskoðun er engum hjálpað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: