Útlendingurinn Björk

13 Mar

pl93
Í júní verða liðin 20 ár síðan Björk varð að alþjóðlegri súperstjörnu með Debut. Þegar kosið var um bestu plötur ársins í árlegri könnun DV í lok árs 1993 kom í ljós að Debut þótti besta erlenda plata ársins en ekki nema 9. besta íslenska platan. Samkvæmt Sigurði Þór Salvarsyni, sem tók listann saman, mátti færa „fyrir því gild rök að plata hennar sé hvort tveggja, íslensk og erlend“… Þótt Björk sé auðvitað íslensk var hún með nánast eingöngu útlendinga að spila með sér á Debut og því kom þetta svona asnalega út.


Nú verða menn kannski í sömu vandræðum með John Grant og nýju plötuna hans því hann er með svo mikið af Íslendingum á henni? Held samt örugglega ekki. Það var t.d. enginn að spá í öllum erlendu hljóðfæraleikurunum á plötunni hennar Lay Low Farewell Good Night’s Sleep fyrir nokkrum árum. Enívei. Þetta er þrumu plata hjá John, þarna er bæði Gusað hárgreiðslupopp og Elton Johnnað, Gilbert O’Sullivan uppvasks-popp eins og þetta hér að ofan, GMF. Útgáfutónleikarnir verða á laugardaginn.

3 svör to “Útlendingurinn Björk”

 1. Sigurður mars 13, 2013 kl. 9:44 f.h. #

  Gæti þetta verið að Íslendingar hafi bara ekkert verið svo hrifnir af Björk á þessum tíma, og urðu ekkert hrifnir fyrr en hún varð fræg þá vildu allir meina að þeir þekktu hana og hún væri frábær, Hef fílað nokkur lög með henni en hún hefur aldrei höfðað mikið til mín fyrir eða eftir fræðg. Hún er samt frábær landkynning og maður ber virðingu fyrir því sem hún er að gera bara ekki minn tónlistasmekkur 🙂

 2. g.örn mars 13, 2013 kl. 10:27 f.h. #

  Þetta hefur alltaf verið skrítið; Björk almennt ekki tilnefnd til tónlistarverðlauna eða þannig hérlendis, á meðan hún nær í þau erlendis. Hvernig var þetta t.d. með Biophilia? Grammy eða þess háttar, en ekki minnst á það hér á skerinu.

  húmbúkk.

 3. Óskar P. Einarsson mars 14, 2013 kl. 9:15 f.h. #

  Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú sagðir að íslenskt næntís væri lélegasti tónlistaráratugurinn…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: