Tölvubölvun

5 Mar

„Fyrir hrun“ gat maður alltaf verið á glænýjum bílum á „rekstrarleigu“ og borgaði skít og kanel fyrir. Nú á ég bíl sem er bara til vandræða enda 2002 árgerð. Hann er með tölvu og alltaf pípandi á mig. Allir bílar í dag eru með tölvur og endalaust pípandi á eigendur sína. Svo fer maður með bílinn í viðgerð þegar pípið er orðið langvarandi út af tölvunni. Ég þurfti að bíða heillengi eftir að geta lagt bílinn inn af því tölvukerfið var frosið á verkstæðinu. Svo bíður maður allan daginn eftir að viðgerðarmennirnir hringi og er með hjartsláttartruflanir og svitaköst og sér fyrir sér brjálæðislega háa verkstæðisreikninga. Svo finna mennirnir kannski ekkert að helvítis bílnum fyrr en eftir dúk og disk og þá var þetta kannski einhver laus vír í „skynjaranum“. Tuttugu þúsund kall, takk fyrir, ef ég er heppinn.

Um daginn ætlaði ég að ná í blóðþrýsingslyfin mín í apótek en það var ekkert hægt gera því gagnagrunnurinn lá niðri. „Þetta er svona í öllum apótekum í bænum og við vitum því miður ekkert hvenær  þetta kemst í lag.“ Ég hrökklaðist í burtu með alltof háan blóðþrýsing, en þetta var komið í lag daginn eftir.

Ó mig auman. Helvítis tölvur út um allt! hræki ég út mér á lyklaborðinu. Er þetta ekki að verða ágætt?

4 svör to “Tölvubölvun”

 1. einar mars 5, 2013 kl. 5:47 e.h. #

  Minn ’99 Terios æmtir hvorki né skræmtir á mig. Í verðlaunaskyni fær hann ný kerti á morgun.

 2. Eiríkur mars 5, 2013 kl. 5:52 e.h. #

  Þetta hefði getað farið verr. Tölvan þín hefði getað bilað og þú ekki getað skrifað þennan pistil.

 3. Bergur Ísleifsson mars 6, 2013 kl. 8:27 f.h. #

  Tölva sem ég átti eitt sinn og þótti vænt um dó einn daginn og við krufningu kom í ljós að dánarorsökin var óbeinar reykingar eigandans. Í krufningsskýrslunni stóð ennfremur að tölvan hefði í raun sýnt ótrúlegan lífsvilja og starfað langt fram yfir það sem heilsa hennar leyfði. Síðan þá hef ég borið virðingu fyrir tölvum.

 4. Hrafnhildur mars 6, 2013 kl. 9:08 f.h. #

  Við erum komin hringinn því nú er aftur farið að framleiða einfalda bíla – sá umfjöllun um einn slíkan í Bændablaðinu um daginn en man ekki tegundina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: