Ný okursíða!

26 Feb

Þá hefur ASÍ sett upp einskonar okursíðu: VERTU Á VERÐI. Loksins loksins, segi ég nú bara. Þegar ég stóð í þessu neytendaströggli með Okursíðuna fannst mér alltaf hálf furðulegt að ég, einhver rokkari út í bæ, væri að standa í þessu, en ekki einhver opinber aðili, þ.e. fólk á launum. Nú hefur það gerst og bara gaman að því.

Ekki það að eitthvað muni breytast (nú byrjar þunglyndistuðið): Stundum finnst mér eins og þetta sé alveg vonlaust hérna og að við höfum gert herfileg mistök með að slíta okkur frá Dönum. Ég meina, vegakerfið í henglum, heilbrigðiskerfið í rugli, allir einhverjir láglaunahamstrar í hjóli að hamast við að borga einhver lán sem hækka bara sama hvað borgað er o.s.f.frv.

En jæja, þetta gæti verið verra. Ég gæti verið einhver heilaþveginn aumingi í Norður Kóreu. Er einmitt að lesa núna Engan þarf að öfunda, stórgóða bók um lífið í þessu fáránlega en átakanlega spennandi landi.

2 svör til “Ný okursíða!”

  1. Nanna Gunnarsdóttir september 2, 2014 kl. 3:13 e.h. #

    Dýrasti laukur í heimi?

  2. Nanna Gunnarsdóttir september 2, 2014 kl. 3:16 e.h. #

    Fór í Melabúðina í gær og keypti perlulauk sem mig bráðvantaði. Hann er ekki á hverju strái en ég vissi að ég gæti verið nokkuð viss um að fá hann í Meló, sem er ein mín uppáhaldsverslun. En dýrt er Drottins orðið. Laukurinn er seldur í litlum netpokum sem vega 283 grömm hver og haldið ykkur nú fast… Hver poki leggur sig á litlar 1269 krónur, takk fyrir takk. Kílóið um 5000 kr. Er þetta eðlilegt?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: