Ekki frumlegt, bara fínt

19 Feb

Hey, ég er búinn að vera að hafa gaman af einhverju dóti, eins og gerist.


Kristján Hrannar var í 1860 en er nú kominn í sóló. Lausamjöll er fyrsta lagið en hann ætlar sér að koma plötunni Anno 2013 út í vor. Hef heyrt tvö önnur lög (hitti hann í apóteki og hann lét mig fá disk. Mig minnir að ég hafi verið að kaupa K-Y jelly, en sko ekki fyrir það sem þú heldur, heldur fyrir reiðhjólatengd núningsvandræði í nára. Veit ekkert hvað hann var að kaupa) og þetta er gott rólegheita-popp.

Oddur er með Flöskuást, Belle & Sebastian-að stuðpopp, sem lofar góðu – „Flaskan orðin tóm / ástin: orðin tóm“ er góð opnunarlína (hver man ekki eftir laginu Orðin tóm með Unun?) Oddur var örugglega í einhverri hljómsveit einu sinni (man það ekki, en minnir að ég hafi heyrt eitthvað um það) og hann segist vera með plötu á leiðinni. Alveg ljómandi.


Warm Soda er band frá Kaliforniu sem er dálítið Strokkað á því, en samt allskonar annað líka. Fyrsta platan heitir Someone for you og er búinn að vera á góðu blasti hér í höfuðstöðvunum. Ekkert frumlegt kjaftæði hér, bara heimilislegt.


Ekkert frumlegheitarugl heldur á Foxygen, sem voru að koma með plötuna We are the 21st century ambassadors of peace and magic þar sem gömul ilmvötn svífa yfir vötnum.

Sko, ég er samt alveg til í eitthvað frumlegt eins lengi og það er ekki eitthvað leiðindarugl.

2 svör til “Ekki frumlegt, bara fínt”

  1. Friðrik S. Friðriksson febrúar 19, 2013 kl. 10:05 e.h. #

    Oddur Ingi var í Lokbrá og lengra síðan í hinni Keflvísku Rými

  2. Frammbyggður mars 20, 2013 kl. 11:23 e.h. #

    Mér finnst bara vanta kraft í músikina núna, eitthvað innihald, ekki endilega í formi texta samt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: