Kótilettur í 101

14 Feb

Mynd1392

Sá skelfilegi atburður átti sér stað í byrjun árs að Mathús Mömmu Steinu (Steinku Bjarna) á Skólavörðustíg var lagt niður. Ég komst að þessu þegar ég vatt mér þarna inn og ætlaði að fá minn mánaðarlega (eða svo) skammt af íslenskum kótilettum í raspi með þjóðlegu meðlæti. Í staðinn er kominn fiskistaður og Vala Matt var að fá sér fisk við eitt borðið. Ég strækaði á fisk og snaraðist dauðspældur út.

Í dag fékk ég loks kótilettur, reyndar svona ekkert svaka þjóðlegar og ekkert rasp. Atburðurinn átti sér stað á hinu fína Balkanika Kitchen á Vitastíg, gengt Geisladiskabúð Valda.   Þetta var alveg ágætt en næst þegar ég fer á þennan stað ætla ég að fá mér eitthvað annað og meira Balkanskag-ískt eða Miðjarðahaf-ískt. Þarna er fullt að spennandi réttum í boði og verðin vel ásættanleg.

Ég veit af BSÍ en hvar annars staðar í bænum fær maður ekta kótilettur í raspi með þjóðlegu meðlæti? Þetta klikkaði alveg þegar ég ætlaði að elda mér svona sjálfur og ég verð að koma mér upp kótilettu-díler til að svala þessari mánaðarlegu (eða svo) þörf. BSÍ er svo sem ok, en gott að hafa smá fjörbreytni.

Hér kemur svo mynd af ís-karli sem ég sá á glugga í Skipholti. Ætli það hafi ekki verið sjoppa þarna einu sinni en nú er ís-karlinn það eina sem minnir á forna frægð.
Mynd1389

3 svör til “Kótilettur í 101”

  1. Steingrímur Rúnar Guðmundsson febrúar 14, 2013 kl. 5:11 e.h. #

    færð flottar kótilettur í Húsinu á Ísafirði

  2. Guðni Ólafsson febrúar 14, 2013 kl. 7:00 e.h. #

    Askur á Suðurlandsbraut, steikarhlaðborð á sunnudögum. Unaðslega óhollt! Guðni á Melstað

  3. Frammbyggður febrúar 15, 2013 kl. 1:35 f.h. #

    Færð þér gamalt mínútugrill og treður kótilettum úr búðinni í og grillar. Eftir örfáar mínútur eru komnar glæsilegar grill-kótilettur að eigin hætti! Mæli með þessu! Drullugott.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: