Nick Cave is a mean Motherfucker

13 Feb

tumblr_ly5s9kgZBI1qhu9bno1_1280
Einu sinni var ég gjörsamlega sturlaður í Nick Cave og félaga hans í áströlsku sveitinni The Birthday Party. Átti allt með þeim, bæði eldgamla stöffið sem þeir gerðu undir nafninu Boys Next Door og svo nýrra efni. Þetta æði hófst þegar ég keypti plötu Birthday Party Prayers on Fire í Safnarabúðinni (1982 líklega) og hélst eitthvað frameftir sólóferli Nicks. Platan Your Funeral My Trial kom t.d. út þegar ég bjó í sárri fátækt í Frakklandi, en ég keypti hana samt og át því ekkert í þrjá daga. Líklega ekki þess virði, en góð saga samt.

Seinna varð ég eiginlega fráhverfur Nick. Fannst hann beinlínis leiðinlegur og allar þessar plötur hans eins. Ég er svona meira að taka hann í sátt núna og glænýjasta platan hans, Push the sky away, er til að mynda hið fínasta stöff. Á plötuna má nú hlusta í streymi hjá bandarísku gufunni. Svo er Rás 2 með þann metnaðarfulla dagskrárlið í kvöldsenda út beint frá tónleikum Nicks og hinna vondu fræja í Berlín. Gleðin hefst kl. 19:30.

Eitt svar til “Nick Cave is a mean Motherfucker”

  1. Óskar P. Einarsson febrúar 13, 2013 kl. 11:56 f.h. #

    Your Funeral…My Trial er alveg 3ja daga svelts virði – líklega besti megrunarkúr sem hægt er að hugsa sér! Nýja platan veldur mér samt pínulitlum vonbrigðum, fyrir utan nokkur þrusufín lög.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: