Egill Ó 60

8 Feb


Egill Ólafsson verður sextugur á morgun og því spilaður í spað á öllum útvarpsstöðvum um helgina. Ég er samt ekkert svo viss um að þetta lag verði spilað mikið (of mikill metall!), en þetta er það fyrsta sem afmælisbarnið söng inn á plötu. Egill og Júlli Agnars og fleiri höfðu verið í unglingahljómsveitinni Scream (líklega var Scream undir áhrifum frá Cream), en Andrew-dæmið kom síðar, eða árið 1974 og voru þá Júlli og Andri heitinn Clausen aðalmennirnir. Platan seldist lítið og fékk afleitan dóm („einhæfur söngur“), en síðan þá hefur margt breyst og platan orðin gulls ígildi. Þetta er gasaskæs harðrokk, smá Sabbath í þessu og vitanlega mjög langt frá því sem síðar kom hjá Agli, helstu gersemar íslensku tónbókmenntanna með Stuðmönnum, Spilverki og Þursum. Heill sé meistara Agli sextugum!

3 svör til “Egill Ó 60”

 1. Sveinn Ólafsson febrúar 8, 2013 kl. 9:23 e.h. #

  Þeir hafa hlustað á Hendrix.

 2. Óskar P. Einarsson febrúar 13, 2013 kl. 8:41 f.h. #

  Hmmm…var mig að dreyma í gær eða varstu að selja geisladiska?

  • drgunni febrúar 13, 2013 kl. 9:49 f.h. #

   Ekki draumur – bara allt uppselt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: