Bítlarnir – Betri eftir hlé

4 Feb

bootlegbea
Bítlarnir voru í Hörpu í gær, Bootleg Beatles þ.e.a.s. Það var fín mæting og fólk ánægt með þetta. Maður var hálfgert unglamb þarna. Kóver og tribjútbönd eru greinilega það sem koma skal, enda rokkið komið á endastöð. Fyrst sinfóníusveitir víða um heim spila aðallega verk eldri meistara í dag má sjá fyrir sér að eftir 50 ár verði ríkisreknar rokkhljómsveitir að spila klassíska poppið og rokkið.

Bootleg Beatles fyrirbærið er búið að vera til síðan 1980 og allskonar lið búið að spila með í gegnum árin. John Lennon t.d. bara frá 2011 samt var hann einna bestur. Ringo var eiginlega ólíkastur fyrirmyndinni en trommaði vel. Þeir reyndu að herma sem best eftir karaktereinkennum og voru í ýmsum búningum svo þetta var bæði gigg og leikrit. Fyrir hlé tóku þeir elsta dótið, eða fram að Help, og gerðu það ágætlega. Það hefði samt alveg mátt vera blast á þessu. Eftir hlé kom Sgt. Peppers og annað seinni tíma stöff og höfðu þá fimm aukahljóðfæraleikarar bæst við. Þetta var vel gert hjá þeim og ef maður lokaði augunum mátti svona næstum því ljúga því að sér að þetta væri í raun Bítlarnir sjálfir. Sem er kannski ekki hægt því þeir hættu jú að spila læf 1966.

Bara hin ágætasta skemmtun held ég. Dálítið hallærisleg kannski en það skiptir litlu því Bítlarnir eru bestir!  Ég er ekkert svo viss samt um að ég sé að fara að mæta á öll tribjút-sjó sem í boði verða á næstunni.

 

Eitt svar til “Bítlarnir – Betri eftir hlé”

  1. Hlynur Garðarsson febrúar 5, 2013 kl. 4:57 e.h. #

    The Rolling Stones eru bestir!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: