Ógeðisdrykkur frá Afríku

31 Jan

IMG_0280
Í Kolaportinu er mjög skemmtilegt matvælahorn þar sem allskonar er í boði á fínum prís. Þar eru frosnir furðufiskar til sölu og asískt horn þar sem ýmislegt torkennilegt ber fyrir augu. Í síðustu heimsókn fann ég Nkulenu’s Palm Drink, sem kemur alla leið frá Madina í Ghana. Ég var mjög spenntur, hafði aldrei smakkað gos frá Afríku áður og sá fyrir mér sætan  svaladrykk úr pálmatrénu. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum því þetta er því miður algjört ógeð. Smakkast eins og gambri og blóð í einu, lyktar ógeðslega og ég kom ekki niður nema þremur sopum (því ég hélt þetta myndi kannski skána smám saman). Úff. Núll stjörnur! Ég mun samt auðvitað halda áfram að kaupa torkennilegt dót í Kolaportinu, enda er það algjörlega ofmetið að læra af reynslunni.

 

2 svör til “Ógeðisdrykkur frá Afríku”

  1. Þráinn janúar 31, 2013 kl. 10:36 f.h. #

    Gott að sjá lífsmark, var farinn að óttast að þú værir hættur. Þetta blogg er perlan í mannlífssora bloggheima, eina ljósið í mykrinu og miðstöðvarofninn í alkulinu. Fyrirsagnirnar á Eyjubloggginu undanfarna daga duga einar sér til að svifta mann lífsviljanum.
    Nú þarf meiri skemmtilegheit og þá er ekki hægt að treysta á neinn nema Dr Gunna. Koma svo doktor! Meira svona!

    • drgunni janúar 31, 2013 kl. 10:38 f.h. #

      Það er naumast! Já ætli ég sé ekki sjálfur búinn að lesa of mikið af fyrirsögnum á Eyjunni og því er lífsviljinn í lágmarki. En ekkert helvítis rugl – meira stuð!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: