2013 hið nýja 2012?

24 Jan

2013 ætlar ekkert að gefa 2012 eftir í frábærum plötum og allra handa almennilegheitum á tónlistarsviðinu. Það er nú bara janúar en strax eru fjórar plötur að mæta á svæðið með ólseigum listrænum sperringi.

Tracing Echoes_Cover
Fyrst skal nefna þriðju Bloodgroup plötuna, þá fyrstu síðan Dry Land kom út fyrir alltof löngu síðan. Platan ber nafnið Tracing Echoes og kemur út hjá Kölska á Íslandi, en erlendis á vegum Sugarcane Recordings (David Lynch, Hot Chip, Hercules & Love Affair…) og AdP, sem einnig gáfu út síðustu plötu sveitarinnar, Dry Land, eins og segir í fréttatilkynningu. Fall er fyrsta lag í spilun.

sin-fang
Nýja Sin Fang er handan við hornið. Flowers heitir platan og er tíu laga og síður en svo eitthvað minna en dúndurhress. Já, heldur betur fínasta pott, ég meina popp, sem vinnur á. Hlustaðu bara á fyrsta lagið á plötunni:
Sin Fang – Young Boys

74909_295366450566371_282382894_n
Glápa á skóna sína og vera dreymi dreym-bandið Oyama er funheitt en nokkuð syfjað en þó með 6-laga plötuna I Wanna. Hún er komin á Gogoyoko. „Everything some of the time“  er hittarinn og sándar svaka erlendis. Útgáfutónleikarnir eru annað kvöld á Faktorý.

oli_cover2_square_PRINT
Svo er það Stafrænn Hákon með Pramma, sem kom reyndar út í fyrra.  Platan inniheldur 13 stúfa sem voru tekin upp af Ólafi Josephssyni forsprakka Stafræns Hákons. Ólafur hefur frá því 2001 verið iðinn við kolan og gefið út fjöldan allan af plötum ýmist sem Stafrænn Hákon, Per:Segulsvið, Calder og er einnig meðlimur í hini frábæru sveit Náttfari sem gaf út minnistæða plötu 2011.
Hugmyndin af plötunni „Prammi“ var sú að leitast eftir togstreitu milli þungum hljóðheim og örlítið léttari hljóðheim sem greina mátti t.d á síðustu skífu Stafræns „Sanitas“ sem þótti afar vel heppnuð og var skref í átt að melódískum áhrifum með poppívafi, þó svo að hinn þykki hljóðheimur sem á undan hafði einkennt músíkina hafi aldrei verið langt undan.
Á Pramma er að finna allt frá þykkum drungalegum gítardrunum í léttleikandi poppskotið sveimrokk, ekki ósvipað ef Phil Collins myndi fara í samstarf við Sun Ra og Seal myndi sjá um hljóðblöndun. Það er gríska jaðarútgáfan „Sound in Silence“ sem gefur Pramma út í takmörkuðu númeruðu upplagi. Þegar hafa 80 eintök ratað til landsins og eru þau nú fánalega í öllum helstu hljómplötuverslunum. 
Prammi á Gogoyoko.

3 svör to “2013 hið nýja 2012?”

 1. Skari janúar 25, 2013 kl. 11:55 e.h. #

  Svo er von á nýrri plötu með Kvelertak í mars, varstu búinn að tékka á þessu Gunni : )

  • drgunni janúar 27, 2013 kl. 12:40 e.h. #

   Jösssss! Eitthvað til að hlakka til!

 2. Óskar P. Einarsson febrúar 1, 2013 kl. 8:16 f.h. #

  Eitt er það að sánda eins og My Bloody Valentine, annað er að vera jafn gott band og MBV. Enn ótrúlegra er þó að vera jafnvel betri en MBV koma örugglega til með að vera á nýju plötunni sem er „alveg að fara að koma út“ – allavega er ég spenntari fyrir meira Oyama (besta íslenskt síðan Skátar) en hinum eilífa Godot indírokksins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: