Tilgangur lífsins

23 Jan

Nú er janúar og annar hver maður glímir við skammdegisdoða og depurð, ef þá ekki skammdegisþunglyndi eða þaðan af verra. Maður veltir fyrir sér allskonar kjaftæði – ef ekki beinlínis veltir sér upp úr því – t.d. hvað verð ég að gera eftir tíu ár? Mun ég einhvern tímann eignast Ford Mustang og komast til Tonga? Og svo auðvitað: Hver er tilgangur lífsins? Þá er nú aldeilis gott að Monty Python gerðu heila mynd um þessa spurningu og svöruðu henni í lok myndarinnar (sjá að ofan). Meira þarf nú varla að velta því fyrir sér.

Annars er bara gott að gúggla því hvað maður á að éta til að fá serotonin (sem ku gera mann glaðari) og fara eftir Geðorðunum tíu.

Og sjá: Áður en þú veist af verður komið vor, allar þessar spurningar einhvern veginn ferlega óþarfar og maður spyr sig: Þetta er nú meira vælið – hvað var ég eiginlega að spá?

3 svör til “Tilgangur lífsins”

  1. Gaur Karlsson janúar 23, 2013 kl. 9:54 e.h. #

    Hvað varstu eiginlega að spá þegar þú skrifaðir þetta 11. jan. 2006: „Í gær fór DV svo langt yfir strikið að ómögulegt er að afsaka það. Í einu vetvangi skaut blaðið undan sér öllu gúddivilli í þjóðfélaginu, því litla gúddvilli sem þó hefur verið að byggjast smámsaman upp síðan Bubbadæmið reið yfir í fyrra. Ég er ekki að vinna þarna (heldur skrifa greinar annað slagið) og ég get varla ímyndað mér að þetta rúlli áfram eins og ekkert hafi í skorist. Sjálfur hef ég varla lyst á að hjálpa til við að fylla síðurnar áfram. Það væri að kæfa samviskuna með kodda. Í lífinu er farsælla að gera helst ekki það sem maður skammast sín fyrir, breyta rétt, allt það biblíulega kjaftæði. Það er að breyta rétt að skrifa ekki meira fyrir blaðið, a.m.k. ef það gerir ekkert til að hrista af sér þá mannhatursfullu gerum-allt-til-að-selja-blaðið-skítt-með-afleiðingarnar stefnu sem það hefur keyrt á. Þó maður vinni þægilega innivinnu á kontornum á ruslahaugnum, og sé ekki sjálfur með hendurnar í skítnum, kemur maður samt angandi heim til sín.“

    • drgunni janúar 24, 2013 kl. 8:38 f.h. #

      DV var fáránlegt blað á þessum tíma. Að öðru leiti nenni ég ekki að velta mér upp úr því helvítis kjaftæði.

  2. Frammbyggður janúar 31, 2013 kl. 12:16 f.h. #

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: