Góðkunningjar í Eurovision

8 Jan

Á FTT fundi á laugardaginn kom fram að það stæði til að hækka verðlaunaféð í Eurovision til að fleiri „alvöru“ músíkantar myndu taka þátt. Ég veit ekki hvort þessi keppni verði eitthvað ferskari fyrir vikið. Það virðist bara sem ferskir straumar séu ekki endilega að fara að leika um keppnina, hvorki hér né annars staðar, hverju svo sem verðlaunafénu áhrærir. Fyrir flestan nýliðan er það einskonar koss dauðans að láta spyrða sig við fyrirbærið.

Auðvitað ætti það ekki að vera þannig. Sé fólk að búa til popp sem það vill að annað fólk heyri erða auðvitað rakin leið að setja lag í keppnina. Keppnin þýðir instant aðgengi að nánast öllum á landinu og ef maður kemst yfir höfnunartilfinninguna, sigri lagið manns ekki, þá er þetta bara ágætis flipp. Það ætti ekki að gera mann holdsveikann að fara þarna inn. Kannski er þetta þó ekki spurning um að teljast hallærislegur, heldur bara það að fólk vill ekki keppa með tónlistina sína. Finnst það ekki rétt.

Eitthvað er þó allavega í veginum og við erum ekki að sjá þá tónlistarmenn sem heitastir þykja í dag taka þátt (Engilbert Humpferdink, halló?) Ekkert Retro Stefson, Ásgeir Trausti, Moses Hightower o.s.frv. Í staðinn eru það góðkunningjar Eurovision sem taka þátt, eina ferðina enn – Læknirinn Sveinn Rúnar Sigurðsson (höfundur Hugarró o.fl laga, m.a. tveggja sigurlaga) mætir með 3 lög og Hallgrímur Óskarsson (Open your heart o.s.frv.) er með tvö. María Björk, Birgitta, Örlygur Smári eru þarna líka. Eitt lag með og eftir Elízu Newman er kannski það ferskasta Eurovision-lega séð.

Þetta er hálf pínlegt, segi ég án þess að í því felist eitthvað diss á þetta fólk. Það er ekki því að kenna að fleiri vilji ekki demba sér í keppnina. Eurovision hefur svona eiginlega málað sig út í horn og það virðast bara allir sáttir við þá stöðu. Eurovision er „bara Eurovision“ og ekki glæta að keppnin sýni það ferskasta og besta hverju sinni. Manni fannst kannski Loreen með Euphoria væri að fara að breyta þessu eitthvað, en það eru nú allir búnir að gleyma henni greyinu. Það kom út plata með Loreen í október, Heal heitir hún, en það að þú sért að lesa það fyrst hér sýnir kannski hversu hátt sú plata fór.

6 svör til “Góðkunningjar í Eurovision”

 1. Ingi Gunnar Jóhannsson janúar 8, 2013 kl. 11:28 f.h. #

  Sæll Doktor, ég held að ástæðan fyrir fremur einsleitu lagavali í Júró keppnina sé EKKI sú að aðrir en þessir sem komast inn í undanúrslit sleppi því að senda lög í keppnina. Ég veit um marga sem sendu inn en komust ekki í úrvalið.
  Ég er þeirrar skoðunar að ástæðan sé miklu fremur samsetning dómnefndarinnar, og mjög einsleitur lagasmekkur þeirra sem í henni sitja. Jafnvel einhvers konar fordómar líka. Hverjir það eru er hins vegar jafnan mikið hernaðarleyndarmál hjá RúV. Það virðist vera að lögin sem fá náð fyrir eyrum dómnefndar séu flest af ákveðinni, fyrirfram gefinni tegund, og að menn séu ekki tilbúnir að opna huga sinn fyrir annars konar melódíum en „klisjum“ a.la. Júróvisíon. Þetta er allavega mín skoðun á málinu. Hef í gegnum tíðina komist inn fimm eða sex sinnum sem höfundur, en því miður ekki náð neinum árangri undanfarin ár á þessum vígvelli. En það er kannski spurning hvort FTT eigi ekki að fara að krefjast þess að ráða RÚV-valnefnd Júró á faglegum forsendum, alveg eins og það eru t.d. arkitektar sem ráða öllu í samkeppnum á sviði umhverfis og byggingarlistar.

 2. Friðrik Jónsson janúar 8, 2013 kl. 11:40 f.h. #

  Hvernig er það, voru ekki send í kringum 240 lög í keppnina í ár? En einhvern veginn endar það þannig að fyrst og fremst „góðkunningjar Eurovision“ koma lögum í forkeppnina. Kannski þarf aðeins að hrista upp í forvalsnefndinni…

 3. Björn Ragnar Björnsson janúar 10, 2013 kl. 8:07 e.h. #

  Hef einmitt verið að hugsa á sömu nótum og aðrir hér, eftir að ljóst var að „the usual suspects“ ættu nær öll lögin sem hlutu „náð“ fyrir augum forvalsnefndar. Ég trúi því bara ekki að öll önnur innsend lög hafi öll verið það léleg að svo einsleitur snúningur kæmi uppúr pakkanum. Við sem hér erum ættum að skipa næstu forvalsnefnd og hananú.

 4. RML janúar 12, 2013 kl. 12:27 f.h. #

  furðulegt að þetta lag hafi ekki komist í forkeppnina, þetta er eðalstuff.

 5. Ragnar janúar 14, 2013 kl. 9:04 e.h. #

  Hvað er álit manna á atvinnueurovisonhöfundum eins og þessum sem fá Birgittu Haukdal til að fronta lagið sem þeir sömdu? Þessir þrír eiga til dæmis lag í Ungversku keppninni í ár eins og sést hér: https://oikotimesofficial.wordpress.com/2013/01/11/a-dal-2013-monika-replaces-szirtes/.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: