Lesið og lesið

27 Des

Ég hef verið að lesa nokkrar bækur. Hin eilífa þrá – lygadæmisaga eftir Guðberg Bergsson er ekki nógu góð. Ég þrælaði mér þó í gegnum hana. Það er alltaf glatað þegar góðir listamenn koma með eitthvað sem er langt undir fyrri getu. Mér dettur eiginlega í hug síðasta mynd Johns Waters, A Dirty Shame, til samanburðar – eitthvað sem minnir á fyrri afrek en er bara langt frá því að vera gott.

Nútíminn er trunta (e. A Visit from the Goon Squad) eftir Jennifer Egan er ágæt. Rithöfundurinn segir að þetta sé konsept albúm sem bók. Í bókinni er allt fullt af fólki og sagan er á mörgum plönum en gengur þó upp í endann (þannig). Lesendur virðast mest uppteknir af því að einn kaflinn er settur upp eins og slædsjó. Það er mikil músík í þessari bók, en hún er ekkert sérlega sterk eða eftirminnileg (finnst mér).

Það er hins vegar Sjóræninginn eftir Jón Gnarr, önnur bók uppvaxtar-þríleiksins hans. Hér er pönk og Hlemmur og einelti og rugl. Pabbi hans og mamma og Nefrennsli. Þetta er bæði skemmtileg, sorgleg og sterk bók sem maður tengist náttúrlega vel við verandi á svipuðum aldri og úr sama pönkinu. Tekur nú við eftirvæntingarfull bið eftir síðusta hluta þríleiksins, Útlaginn, sem fjallar um Núps-tímabilið.

Gúffaði svo í mig Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason. Hressandi seventís og mikið útigangsmannahark. Þetta er sólid eftir uppskriftinni og bara ljómandi fínt.

Annars er maður bara illa haldinn af hangikjöts og makkintoss-eitrun, en er á batavegi.

Eitt svar til “Lesið og lesið”

  1. Óskar P. Einarsson desember 28, 2012 kl. 1:21 f.h. #

    Nákvæmlega – eitrun! Ef einhver svo mikið sem reynir að bjóða mér kjöt næstu viku, þá lít ég á það sem ofbeldi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: