Í Montreal

15 Des

Ég var í Montreal á dögunum. Fór með Grími Atlasyni á þessa fínu tónlistarráðstefnu – M for Montreal. Hann er oft á svona hátíðum og bókar svo bestu böndin á næsta Airwaves. Grímur er mikill kóngur í þessum bransa og valsar um og talar við hitt bransafólkið og er með allskonar víla og díla í gangi. Þessi hátíð var langt í frá eitthvað Airwaves, allt miklu minna í sniðum og aðallega bransalið að horfa á stutt gigg með böndum frá Kanada. Giggin voru stundum í hádeginu og fram til svona 4 og svo meira um kvöldið. Maður sá þarna alveg heilan haug af böndum en þau bestu voru:


PS I LOVE YOU – Bara tveir en ægiþétt fözzrokk. Gítarleikarinn spilar á fótbassapedala.


RAH RAH – Geðþekkt poppband.


THE BALCONIES – Rokktríó með svakalætis frontkonu.

ofmonmont
Svo náttúrlega rúsínan í pylsuendanum að finna smjörþefinn af sigurgöngu Of Monsters and Men. Ég rakst nú bara fyrst á þau í glugga í miðbænum þar sem þau voru að spila fyrir æsta gesti útvarpsstöðvar. En um kvöldið spiluðu þau fyrir 2500 manns í klúbbi í miðbænum sem allir kunnu textana og sungu með og hófu síma á loft í uppáhaldslögunum sínum og tóku upp og settu á Youtube. Fólkið á tónleikunum var svokallað „venjulegt fólk“ en engir hipsterar, enda hefur t.d. aldrei verið minnst á OM&M í Pitchfork. Bandið er á miklu mainstrím flugi og ég heyrði tvisvar í þeim í útvarpinu. Allt er þetta náttúrlega bara glæsilegt og gleðilegt og enn einn opni glugginn fyrir íslenska tónlist.

190051_10151123665141783_1262388393_n
Baksviðs voru krakkarnir lítið að fá sér og bara í hálfgerðum rólegheitum enda á leið til Boston um nóttina og áttu von á böggi og leiðindum á landamærunum. Sóley var þarna líka með sinn flokk og fékk fínar móttökur fyrir sínar lágstemmdu vögguvísur. Ég spurði um næstu plötu OM&M. Hún er eitthvað farin að gerjast og mér heyrðist að menn væru almennt á því að „gera eitthvað öðruvísi næst“, eða allavega „alls ekki að endurtaka sig“.

Montreal er annars nokkuð hrímaður bær. Þarna voru allir með útigangsskegg og í hettupeysum. Ég naut þess að hjóla um á BIXI leiguhjólum sem hægt var að stökkva á út um allan bæ. Svo átum við nokkuð markvisst á Montreal-íska vísu. Fengum okkur hina frægu Schwart’z samloku, sem mér fannst nú ekkert spes, en aftur á móti stóð rétturinn Poutine undir væntingum. Hann lítur svona út:

poutine
Franskar, brún sósa og ostagums – miklu betra en það lítur út fyrir að vera.

Meðal annarra hápunkta í ferðinni var einkaheimsókn í Cirque du Soleil, hamborgari á A&W en allra mesta kikkið fékk ég út úr því að rekast óvænta á söngvara Pertti Kurikan Nimipäivät, en sú finnska pönksveit er viðfang snilldarmyndarinnar The Punk Syndrome. Myndin var sýnd á heimildamyndahátíð sem þarna stóð yfir. Um kvöldið sáum við bandið spila, sem er eitthvað sem seint gleymist. Gjörsamlega ógleymanlegt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: