Gísli á Uppsölum – The Movie!

13 Des

gisliupps
Bókin um Gísla á Uppsölum er mest selda bók landsins þessa dagana. Ég ætti að vita það enda í vinnu við að koma bókinni í búðirnar. Panikástand grípur jafnvel um sig sumstaðar, enda rennur bókin svo fljótt út. Stuð vors lands er líka að fara ágætlega, þakka þér fyrir.

Ljóst er að sagan um Gísla liggur djúpt á þjóðinni. Vinsældir bókarinnar sýna það. Það kæmi mér ekkert á óvart að eftir eitt eða tvö ár yrði frumsýnd leikin mynd um Gísla á Uppsölum. Mér sýnist það sjálfgefið. Þetta yrði metsölumynd – engin spurning – ef hún væri almennilega gerð, það er að segja. Æsku og uppvexti yrðu gerð skil og allskonar dramatík í einbúðinni. Allskonar súrrealískir draumar jafnvel. Handritshöfundar fá nokkurn veginn frítt spil.

Þá erða bara spurningin: Hver mun leika Gísla?

5 svör to “Gísli á Uppsölum – The Movie!”

 1. Binni desember 13, 2012 kl. 8:14 e.h. #

  Jónsi í Sigur-Rós safnar bara skeggi aftur og reddar þessu.

 2. Raggi Rokk desember 13, 2012 kl. 8:24 e.h. #

  Jón Gnarr eða Baltasar?

 3. Hákon desember 14, 2012 kl. 12:14 f.h. #

  Þröstur Leó gæti leikið Gísla.

 4. JR desember 14, 2012 kl. 8:02 f.h. #

  En þetta er bara skáldsaga ! Þetta hefur ekkert með ,,sögu af“ Gísla á Uppsölum að gera annað en að vera sæmileg skáldsaga.

 5. Steinþór Steingrímsson desember 14, 2012 kl. 8:15 e.h. #

  Roger Moore, ekki spurning.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: