Ótrúlegt: Meiri góð músík!

6 Nóv

Já góðan daginn! Ég veit ekki um þig, en mér finnst 2012 búið að vera alveg geðveikt í íslensku tónlistinni og hver snilldar platan af annarri búin að koma út. Yfir línuna er þetta allt saman mjög „vandað“ og gott, og ef maður á að kvarta smá þá er það kannski að það vantar grófleika, djöfulgang og lífshættu í það sem hefur verið að koma út. Það eru allir að klappa manni á bakið en enginn að sparka í punginn á manni eða öskra á mann (vitleysingar athugið: Þetta er myndlíking á áhrif tónlistar – ekki sparka í punginn á mér!) Hér kemur smá í viðbót:


https://drgunni.files.wordpress.com/2012/11/track-02.mp3Pétur Ben – God’s Lonely Man
Með seinni skipunum í ár er platan God’s Lonely Man með Pétri Ben. Þetta er hans önnur sólóplata, Wine for my weakness kom út 2006. Platan er íhugul og pæld, músíkin gítarrokk með óvæntum breytum og á einhvern undarlegan hátt minnir sumt hérna mig á áströlsku hljómsveitina Crime & The City Solution, sem er ekkert einu sinni víst að Pétur hafi heyrt í. Þetta dúndurgóða efni er væntanlegt á cd eftir sirka 2 vikur.


Megas – Karí
Megasar-aðdáendur fá tonn í skóinn, heilan fjögurra diska pakka þar sem boðið er upp á best of, óútgefið og sjaldheyrt efni. Hér er Whammískur slagari sem hefði sómt sér vel á Loftmynd. Í öðrum Meggískum tíðindum er það helst að textasafn er væntanlegt á bók um miðjan mánuðinn. (Mynd: Megas fer yfir texta í Geimsteini 2011 – Úr Stuði vors lands).


Tónlistarkonan Jara hefur gert videó við lagið Hope. Logi Hilmarsson leikstýrir. Þetta er dúndursveppatripp á fjöllum með Andrea Jóns og allskonar Jodorowskísku tribal flippi. Jara kemur eflaust með plötu á næsta ári.


Og nú hefur Eiríks Fjalars-lúkkalækið David Fricke komið með Airwaves umfjöllun sína í Rolling Stone. Meistarinn er að sjálfssögðu hrifinn og ekki síst af Erlingi Björns og Einari Erni!

3 svör to “Ótrúlegt: Meiri góð músík!”

 1. Frambyggður nóvember 7, 2012 kl. 3:50 f.h. #

  Hvað er gítarrokk? Gagnrýnendur nota þetta mjög mikið. Er rokk vanalega án gítara?

  Sammála með geðveikina sem vantar.

  • drgunni nóvember 7, 2012 kl. 4:54 f.h. #

   Já menn nota ýmislegt til að lýsa músík. „Gítarrokk“ er náttúrlega bullorð!

 2. Frambyggður nóvember 7, 2012 kl. 7:54 e.h. #

  Pínu gaman að svona klisjum samt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: