Einar Örn fimmtugur!

29 Okt


Einar Örn Benediktsson er fimmtugur í dag! Það er auðvitað fáránlegt rugl, en svona er þetta, maður eldist bara og verður gamall kall án þess að geta nokkuð gert í því. Þá eru allir Sykurmolarnir orðnir fimmtugir, nema Björk sem er jafn gömul og ég og verður ekki fimmtug fyrr en árið 2015, og Magga Örnólfs sem er bara unglingur ennþá.

Ekki þarf að fara mörgum orðum um yfirburði Einars á íslensku tónlistarsviði og nægir bara að nefna helstu böndin sem hann hefur verið í: Purrkur Pillnikk, Kukl, Sykurmolarnir og Ghostigital. Hann er einn áhrifamesti tónlistarmaður Íslandssögunnar, sem er vel af sér vikið af því hann „kann“ hvorki að syngja né spila á hljóðfæri!

Það var auðvitað heróp Einars – Málið er ekki hvað maður getur heldur hvað maður gerir! – sem rann eins og smurolía um Rokk í Reykjavík bylgjuna, mesta gróskutímabils í íslensku poppsögunni. Það eymir auðvitað ennþá eftir af þessu herópi, þótt í dag sé reyndar ekki litið niður á þá sem eru „góðir á hljóðfæri“ eins og þarna í pönkinu.

Í tilefni af þessum tímamótum koma hér ýlfrandi mp3 í ZIP fæli með Purrki Pillnikk læf í Víghólaskóla 17. mars 1982. Ég tók þetta upp á kassettutækið mitt. Ég rakst á Einar eftir tónleikana og hann vildi auðvitað rífa af mér kassettuna, enda „hans eign“. Ég náði að hlaupa í burtu og bjarga menningarverðmætunum. Þetta er Purrkurinn í miklu stuði að spila lög af öllum plötunum sínum. Þarna er bandið búið að taka upp Googooplex en platan er ekki komin út. Hljómgæðin eru náttúrlega bara úr ódýrasta kassettutækinu á markaðinum árið 1982, en þetta er samt alveg nógu gott, finnst mér.

Svo hækkaðu í botn, njóttu snilldarinnar og hugsaðu fallega til afmælisbarnsins!

Purrkur Pillnikk Vígholaskola 17. mars 1982

01 Fullkomnun
02 Gluggagægir
03 Augun úti
04 Svart hvítt
05 Uppgjör
06 Kassinn minn
07 Ást no 2
08 Itesrof
09 Kúgun
10 Hamburger Plaza
11 Ekki enn
12 Útilokaður
13 Flughloppið
14 Líkami
15 Læknir
16 Óvænt
17 Draumur
18 John Merrick (uppklapp)
19 Gluggagægir (uppklapp)

(Ljósmynd að ofan: Purrkur Pillnikk á Borginni, mynd Trausti Júlíusson)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: