Gos í Vesturbænum

28 Okt


Melabúðin er að vanda með geðstrýkt úrval. Hef ég þó ekki séð zebrahest í kælinum lengi. Þar birtust nýir gosdrykkir frá enska framleiðandanum Barr’s á dögunum. Barr’s Cream Soda er virðingaverð bresk tilraun til að búa til alvöru Cream soda. Ekki ná þeir því alveg, þetta er dáldið þunnt og gos-kennt og vantar sterkara rjómabragð. Er smá út í Pólóið. Samt alveg ókei og upp á tvær stjörnur. Barr’s Ginger Beer slær engin met í frumleika, er ósköp hefðbundið engifergos sem sker sig ekki úr, en ágætt engu að síður og upp á Tvær stjörnur.


Í Melabúðinni fékk ég líka Cherry Tree Cola frá hinum ágæta Fentimans framleiðanda. Þetta er kóla með sterku gervi-kirsuberjabragði og nokkuð þétt. Krakkarnir voru alveg að fíla þetta í botn svo við skiptum flöskunni á milli okkar – barnvænt gos sem sé og upp á þrjár stjörnur. Í Mai Thai-búðinni á Hlemmi fékk ég svo tælenska drykkinn Sponsor. Goslaust gult sull, sem smakkast eins og eitthvað dísætt límonaði með rjómakeimi. Ekki gott, en flaska lítil svo hún var kláruð. Ein stjarna.


Óskar Pétur kom með dós af JDB frá Kína. Dósin er öll á kínversku nema urlið sem er JDBCHINA.COM. Þetta er nær goslaust, smakkast sem íste úr dos nema aðeins bragðmeira og sætara. Samt ekkert til að æsa sig yfir, skítsæmilegt og upp á eina rauða stjörnu.

2 svör to “Gos í Vesturbænum”

  1. kris október 28, 2012 kl. 12:26 e.h. #

    Kínverjar eru ekkert yfir sig hrifnir af gosi, t.d. er rauða bullið sem selt er þar goslaust.

  2. Vignir nóvember 19, 2012 kl. 8:13 e.h. #

    Þetta er ekki hægt, bara eina stjörnu! Þessi „helsiudrykkur“ hét áður WangLaoJi er algjört húkk þegar maður er kominn upp á bragðið. http://en.wikipedia.org/wiki/Wong_Lo_Kat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: