Gubbi djöfull áttræður

16 Okt


Það er bara til einn Guðbergur Bergsson. Meira að segja samkvæmt Íslendingabók. Hann er áttræður í dag og nær því vonandi á afmælisdaginn að hlaupa nokkra kílómetra og fá sér soðna ýsu. Hann hefur á öllum tímum verið á móti „rétthugsandi handhöfum sannleikans“ sem gerir hann náttúrlega að því sem hann er. Yfirborðsmennska og froðusnakk er ekki Gubbi. Hann virðist „nærast á fyrirlitningu annarra“.

Fátt er skemmilegra en góður Guðbergs-texti. Margar góðar stundir hef ég átt með rafboðum ættuðum úr heilanum á honum. Ef þú ert algjör byrjandi myndi ég segja þér að lesa smásagnasöfnin Leikföng leiðans og Ástir samlyndra hjóna, taka svo torfmetið Tómas Jónsson, metsölubók, og þaðan í „Tanga-bækurnar“.  Mér fannst hann byrja að slappast upp úr 1980 og hann var verstur þegar samfélagið samþykkti hann um stund með hinni væmnu bók Svanurinn. Skáldævisögurnar eru hins vegar glæsilegar bókmenntir.

Sex hugsanir úr Hugsanabókinni  (útg. JPV 2002)

* Það eru ekki til hugrakkir stjórnmálamenn heldur huglausir kjósendur.

* Það er auðvelt að fela sorgir. Þegar framið er sjálfsmorð fá allir samúð með eigin blindu og segja: Aumingja ég að hafa ekki séð þetta fyrir.

* Hvað er svo heillandi við dauðann að menn vilji eyðileggja sig með ólifnaði hans vegna?

* Sá er hetja sem þorir að sjá það sem hann sér, ekki það sem honum er skylt að sjá.

* Hvað merkir orðið klambrasteik í draumi?

* Ég dáist að hestum. Þeir geta skitið á hlaupum, það gæti ég ekki þótt mér væri borgað fyrir það.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: