Martröð á Esjumelum

15 Okt

Eins og ég hef áður minnst á liggja frábærir hjólastígar um allt höfuðborgarsvæðið og þræða m.a. strandlengjuna. Í góða veðrinu í gærmorgun hjólaði ég strandlengjuna alla leið upp á Esjumela. Í loftinu var léttur angan af yfirvofandi dauða vetrarsins, allt vaðandi í dauðu laufi og svoleiðis kílómetrarnir saman af fólki að spila golf. Á Esjumelum er ansi draugalegt iðnaðarhverfi sem gott er að heimsækja snemma á sunnudagsmorgni þegar enginn er á ferli nema dýr merkurinnar. Ég fæ stundum spennandi martraðir þar sem ég er að flækjast um í húsarústum og eyðihverfum og sá martraðarfílingur raungerðist  þarna á melunum. Mjög gott, en því miður birtist enginn keðjusagarmorðingi þótt ég ætti eins von á því.  Svo hjólaði ég út í buskann meðfram Leirvogsá og kom fyrir rest að risastóru 2007-húsi Ístak. Eftir þessar laufléttu hremmingar var unaðslegt að fá sér kaffi í Mosfellsbakaríi.


Hjólastígur í Mosfellsbæ í hauslitunum.


Öðruvísi útsýni til Esjunnar.


Þessi gamla gula skólarúta fer ekkert úr þessu.


Til sölu. Einstakt tækifæri.

4 svör to “Martröð á Esjumelum”

 1. Óskar P. Einarsson október 15, 2012 kl. 11:09 f.h. #

  Algjör eðalhjólaleið, líklega mín uppáhalds. Fórstu ekki á bak við Úlfarsfell á bakaleiðinni?

  • drgunni október 15, 2012 kl. 11:19 f.h. #

   Nei klikkaði á því. Geri það næst!

 2. Óskar P. Einarsson október 15, 2012 kl. 12:12 e.h. #

  Það skemmtilega við að hjóla bak við Úlfarsfell er nýja hverfið (sem er nú furðulega langt komið!) og nýr stígur yfir í Grafarholt og ævintýralandið þar – alveg massíft skóglendi í suð-austurhlutanum!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: