Neil Young á íslensku

14 Okt


Bjarki Tryggvason og Hljómsveit Ingimars Eydal – Von
Fyrsta LP plata Hljómsveitar Ingimars Eydals kom ekki út fyrr en 1972, en áður hafði sveitin gert fjölmargar litlar plötur. Tónaútgáfan gaf út og platan var til á æskuheimili mínu. Alltaf fannst mér augljóst að allir væru allsberir á ljósmyndunum framan á umslaginu.

Platan er merkileg fyrir margt: Þarna eru ýmis snilldarlög eins og titillagið frábæra sem Gylfi Ægisson samdi á fylliríi í Listigarðinum á Akureyri og Pálmi Matthíasson, þá lögregluþjónn, beið með að reka bytturnar í burtu fyrr en lagið var tilbúið. Þarna eru líka tvö af helstu lögum Helenar, Hoppsa Bomm og María Ísabel.

Það framúrstefnulegasta við plötuna er svo auðvitað að þarna er íslensk útgáfa af Harvest Neils Youngs, en það lag kom upphaflega út nokkrum mánaðum fyrr og var titllagið á þessari víðfrægu plötu Neils. Íslenskan texta gerði Ásta Sigurðardóttir (ábyggilega önnur Ásta en Reykjavíkurskáldið fræga sem hafði látist árið áður aðeins 41 árs að aldri). Hinn frábæri en alltof gleymdi Bjarki Tryggvason syngur. Uppfært: Ásta Sigurðardóttir textahöfundur er ekkja Ingimars.

Þetta er eftir því sem ég næst kemst eina Neil Young lagið sem til er útgefið á íslensku. Ég þakka Kristni Pálssyni fyrir að benda mér á þetta.

4 svör to “Neil Young á íslensku”

 1. Tómas október 14, 2012 kl. 11:19 f.h. #

  Þó að ég sé engin sérfræðingur í hljómsveit Ingimars Eydals, held ég að textahöfundurinn sem hér er rætt um, Ásta Sigurðardóttir sé eiginkona Ingimars.

 2. Óskar Árnason október 14, 2012 kl. 11:24 f.h. #

  Ásta Sigurðardóttir er ekkja Ingimars Eydal og samdi hún nokkra texta fyrir hljómsveitina

  • Bjarki Hall nóvember 24, 2013 kl. 1:01 e.h. #

   Bjarki Tryggva þyrfti að fara koma með safnplötu. Hann á fluting á mörgum gríðarlega flottum lögum bæði sem sóló listamaður, með pólí og hljómsveit ingimars eydal. Ekki veit ég hvort eithvað kom út einhverntíman þegar hann söng með Mexikó en allavega þarf einhver að fara taka þetta saman

   • drgunni nóvember 24, 2013 kl. 4:45 e.h. #

    Sammála. Bjarki er einn af alltof gleymdum tónlistarmönnum þjóðarinnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: