Bítlarnir og skórnir mínir

5 Okt


Fyrsta smáskífa Bítlanna kom út 5. október 1962 og á því fimmtusafmæli í dag. Þetta voru lögin Love me do/Ps I love you. Í ársbyrjun 1962 höfðu strákarnir rennt sér í hljóðver og tekið upp fullt af efni fyrir Decca, sem síðan vildi ekki sjá bandið eins og frægt er orðið. Það er svo sem ekkert óskiljanlegt því þessi Decca-sessjón var hundslöpp.

Til að ræða þessi tímamót verð ég í Morgunútvarpi Rásar 2 kl. 08:05 á eftir ásamt Gerði G. Bjarklind, sem sá Bítlana læf í London 1964. Ég stofnaði nýlega bítlaklúbbinn Bítlarnir eru beztir! á Facebook (svo undarlega vildi til að enginn íslenskur Bítlaklúbbur var til á FB) og eru meðlimir þegar orðnir meira en 100. Þetta er mjög vandlátur klúbbur og bara einlægir Bítlavinir velkomnir.


Ég setti þessa mynd af mér (lítandi út eins og selur í framan) og skónum mínum á Facebook. Ég var að vona að það kæmi „bylgja“ á borð við plankið  í kjölfarið en til þessa held ég að sá eini sem hefur fetað í fótspor mín og Sölva sé Árni Svanur Daníelsson. Áfram gagnkynhneigðu karlar – út úr skápnum með skóna! Mikill áhugi á skóeign minni hefur fylgt þessari myndbirtingu. Vísir greip málið á lofti og Marta Smartland spurði mig skónum úr. Ég hefði nú kannski pússað „safnið“ hefði ég vitað að þetta færi svona langt.

Þess má geta að ég fann ekki annan spariskóinn þótt ég snéri öllu við og að gönguskórnir fyrir miðri mynd eru á síðasta snúningi og væta farin að vætla inn gangi ég í mikilli bleytu. Þetta eru þessir fínu Lomer skór og hafa dugað frábærlega í 10 ár plús. Ég er klárlega að fara að fá mér nýtt par fyrir næsta sumar.

3 svör to “Bítlarnir og skórnir mínir”

 1. Hilmar Þór október 5, 2012 kl. 5:44 e.h. #

  Verst er að ekkert af þessum skóm eru „bítlaskór“ sem voru svartir, glansandi, uppháir, óreimaðir og támjoir. Attu einhverja svoleiðis „allskonar“ skó?

  • drgunni október 5, 2012 kl. 7:41 e.h. #

   Hef aldrei átt bítlaskó nei.

 2. Frambyggður október 6, 2012 kl. 6:27 f.h. #

  Er þá ekki kominn tími á par?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: