Eðalbíó: Ég er í bandi

25 Sep

Íslensk tónlist. Jadí jada. Þetta er náttúrlega algjört fenómen. Hvaða annað sambýli 320.000 síröflandi þunglyndissjúklinga hefur átt tvær plötur á topp 10 Billboard-listans með stuttu millibili (OMAM og SR 2012)? Á meðan brenglaðir bankaræflar skitu á sig með sitt ömurlega heimsyfirráðarplott blómstrar tónlistin sem aldrei fyrr og er eitthvað sem við getum í alvöru verið stolt af.

Á RIFF verður sýnd flúnkuný frönsk heimildarmynd um íslenska fenómenið, I’m in a band. Hún fylgist grannt með Kidda Hjálmi og Ara Eldon og fleirum og reynir að svara spurningunni margspurðu: Afhverju er Ísland svona æðisgengið þegar kemur að tónlist?

Eða eins og segir á vefnumGulla, Ari og Kiddi eiga tvennt sameinlegt: Þjóðernið og brennandi tónlistaráhuga. En þau eru samt jafnólík og þau eru mörg. Hér slæst áhorfandinn í för með leikstjóranum til Íslands þar sem hann kynnir sér tengslanet íslenskra listamanna. Georg Hólm úr Sigur Rós, Jón Sæmundur Auðarson úr Dead Skeletons og Páll Óskar eru meðal viðmælenda. Leikstjórinn Thomas Griffin hreifst ungur af Sigur Rós, Björk og múm. Hann kom fyrst til Íslands árið 2008.

18 svör to “Eðalbíó: Ég er í bandi”

 1. Einar september 25, 2012 kl. 11:13 f.h. #

  GUBB … fyrir utan hversu þreytt þetta egótíska how do you like Iceland motíf er , þá er álíka gaman að hlusta á tónlistarmenn og fótbolta menn tala. „Já við erum að spila, og svo er það stúdíó og svo spila, og svo stúdíó“ – „þetta er rökrétt framhald…“… „við leyfum tónlistinni að þróast organískt“… „everybody helps everybody else“.. „and the nature is so inspiring “ … „oh the landscape is very peculiar“ … „infact everything we do is peculiar“… „peculiar is our favorite word“ … „you have to take Strætó, its very peculiar“

  Í landi sem er per capita með heimsins flesta narsisita þá eru tónlistarfólk alveg sérstaklega að lyfta upp meðaltali og miðgildi.

  P.s. Hopscotch goddie goodie tree-hugger músík sýgur feitan böll (og hefur alltaf gert það)

  • drgunni september 25, 2012 kl. 12:11 e.h. #

   ha ha ha rólegur!

   • Einar september 25, 2012 kl. 12:16 e.h. #

    Létt spaug,… en samt seriously, íslenskt tónlistarfólk þarf að fara að get over themselves

   • drgunni september 25, 2012 kl. 1:21 e.h. #

    En hugsaðu um innflutningstekjurnar. Og landkynninguna! Ísland… best í heimi!

 2. Einar september 25, 2012 kl. 1:45 e.h. #

  Ísland er á góðri leið með að vera ein stór túristagildra, og það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að mjólka að vera peculiar og innísig, áður en öllum langar að slá utanundir okkar kósy smug andlit

  Í landi þar sem þungarokkararnir eru vegans í „save the bee´s“ bol , er eitthvað að

  • drgunni september 25, 2012 kl. 3:09 e.h. #

   Svona svona þetta verður sjálfdautt á endanum. Meira pönk!

   • Ari september 25, 2012 kl. 4:46 e.h. #

    Alveg rétt, Einar, að þetta pakk skuli dirfast að vera til! Það þarf fleira fólk eins og þig til að drulla yfir allt sem gert er á Íslandi, helst án þess að vita hvað það er. Löngum verið skortur á svoleiðis snillingum, vel gert.

 3. Einar september 25, 2012 kl. 8:02 e.h. #

  Ari

  Það er ekki að þetta pakk sé til sem böggar mig, það er hvað það er smug og kósý (og ófrumlegt og sérum líkt, afturhaldssamt, og laust við kaldhæðni og grodda og hefur ekkert að segja. Íslensk álfa-big-band-músík er líklega mesta tilhöfn sem höfð hefur verið í sögu músíkar, til að segja ekki neitt – afrek útaf fyrir sig)

  En annars var þetta rant meira spaug en alvara, ég hlusta alveg á svona dúllerí af og til

  (sést samt langar leiðir að þessi mynd sýgur böll og þú líka, hörundsári sokkabuxna-álfur 🙂

  (ekki að það megi ekki)

  • Ari september 25, 2012 kl. 8:39 e.h. #

   Einar, það er lítið að segja við svona speki, ert þú að gera eitthvað sjálfur annað en að rífa kjaft, svo hægt sé að sjá hvernig á að gera hlutina?

   Og Gunni, gaman að sjá að endurtekin tilmæli um að vera ekki með leiðindi í kommentum á síðunni þinni eiga bara við þegar rætt er um þig. Flottir saman vinirnir, talandi um að sjúga belli.

   • Einar september 25, 2012 kl. 9:10 e.h. #

    Ó Ó Ó, „sjúga belli“ God forbid

    Já og það er alveg einkennandi fyrir þetta lið að vera klöguskjóður líka.

    Og Já, ég er reyndar að vinna að því að þróa lyf með aðstoð gena splæsinga, ekki að ég búist við að þú sért impressed því mér skilst að ef ég myndi viðurkenna það á Hjaltalín tónleikum þá væri ég með þjótandi trefla og sokkabuxur í tonnavís hlaupandi á eftir mér með heykvísl og bálköst í lopa-múffunum sínum – „af því að náttúran er svo dýrleg að helst mætti líkja henni óspillta-gyðju-mey sem ekki megi snerta án þess að „spilla“ „, ….og steingleymir náttrl þeirri vísindalegu staðreynd að 99,999999…. (og ég er að skjóta undir markið) prósent náttúrunnar er mann og líf-fjandsamlegt eitur (eða súrefnis og vantsleysi þ.e).

 4. Frambyggður september 26, 2012 kl. 5:29 f.h. #

  Get samsamað mig Einari í ýmsu. Það sem mér finnst vanta er að mér finnist tónlistin spennandi, þeas sú tónlist sem nýtur vinsælda. Annars veit ég varla hvað ég er að tala um. Ég hlusta því aðallega á eldri tónlist afþví hún höfðar meira til mín. Samt pirrandi þetta mussulið alls staðar!

 5. Frambyggður september 26, 2012 kl. 5:33 f.h. #

  En ég er hræddur um að ef eitthvað „nýtt“ kæmi í tónlist, þá væri því beint gegn eldri kynslóðinni (m.a. mér) og þá yrði ég bara fúll og myndi hlusta áfram á mitt gamla dót.

 6. drgunni september 26, 2012 kl. 5:38 f.h. #

  Blessaður Ari. Ég held að engum detti í hug að líkja þér (eða Kidda í Hjálmum) við „krúttuálf“ (hvað svo sem það er) og ég skil ekki hvað þú ert að taka þetta almenna þrugl í honum Einari (sem ég hef ekki hugmynd um hver er) svona óstinnt upp og taka það sem skot á þig eða myndina. Ég hefði nú frekar talið það í þínum anda að biðja um meira „pönk“ og meira „innihald“ í tónlist. Annars sting ég upp á panel-umræðum frekar en einhverju misskiljanlegu þrugli hér í þessu umræðukerfi og get ekki séð betur en að Q&A sýning myndarinnar kl. 16.30 sunnudaginn 30. sept í Bíó Paradís sé kjörin staður til þess. Sjáumst.

  • Ari september 26, 2012 kl. 9:46 f.h. #

   Ég sé nú barasta ekkert pönk í þessu samhengislausa rugli sem ég svaraði, bara skæting og röfl um hluti sem maðurinn veit ekkert um og nennir ekki að kynna sér, væntanlega sökum anna í lyfjaþróun.

   Það fór í taugarnar á mér og ég eflaust minni maður fyrir vikið. En látum vera, veit ekki hvort ég mæti á þessar pallborðsumræður en vona amk að myndin fari í taugarnar á sem flestum, það er alltaf gæðastimpill.

 7. Einar september 26, 2012 kl. 11:15 f.h. #

  Ég verð að viðurkenna að ef ég væri á landinu myndi ég líklega ekki þora að mæta í þessar pallborðs umræður.

  Því ef maður mætti þarna og færi að blammera þessa sjálfumgleði þá væru allir tónlistamennirnir æpandi eins og álfarnir í Ronju Ræningjadóttur ; „hvorfor gjörer and detta“

  Alveg obboslega hissa. „við sem erum svo æði“

  Á íslandi er það talið vera kostur að segja að einhver megi ekki vamm sitt vita.

  það er það ekki.

  • Frambyggður september 27, 2012 kl. 2:25 f.h. #

   Ég meina, ég er hættur að láta skoðanir á músik í ljós, það hefur engan tilgang.

   • drgunni september 27, 2012 kl. 5:30 f.h. #

    Tja, ekki nema þann að það getur verið skemmtilegt!

 8. Frambyggður september 27, 2012 kl. 4:35 e.h. #

  Já, það er satt, ég gleymi því stundum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: