Var Kári svanur myrtur?

22 Sep


Þessi mynd er tekin árið 1994 af mér með svaninum Kári, sem var frægasti svanur síðustu aldar í Reykjavík. Ég fór að hugsa um Kára þegar ég sá þetta ógeðslega fyndna myndband af gæs að ráðast á mann.


Kári komst fyrst í fréttirnar þegar Dröfn Ösp Snorradóttir (nú -Rozes) bjargaði honum í umferðinni. Lesið allt um það hér. Dröfn býr nú í LA en er oft með skemmtilegheit í morgunútvarpi Rásar 2.


Kári var oft með eitthvað vesen á Tjörninni.  Ferlega heimaríkur og böggandi lið, bítandi krakka og alveg snar. Svo fór hann að flækjast um allan bæ og birtast í húsagörðum. Hann birtist einu sinni í bakgarðinum hjá mér á Óðinsgötunni og fljótlega mættu tvær löggur til að handsama hann. Sú viðureign er með því fyndnasta sem ég hef séð, algjört bíó. Því miður var þetta fyrir tíma myndbandsupptökuvéla í símum.Árið 1994 bárust fréttir af Kára á Raufarhöfn.  Og skömmu síðar þetta…


Spurningin er því hvort lögreglan á Raufarhöfn hafi myrt Kára? Ef ekki, hvað varð þá um hann? Ég sé fyrir mér að einhver geðstyrð lögga hafi einfaldlega snúið hann úr hálsliðnum frekar en að vesenast með hann í einhverja tjörn í nágrenninu. Kári hefði hvort sem er alltaf komið aftur. Mér finnst Kári eiginlega eins og Helgi Hós dýraríkisins. Þrjóskari en andskotinn!


Keuhkot – Kári svanur
Myndina af mér og Kári tók finnski tónlisarjöfurinn Keuhkot, sem kom hingað til tónleikahalds 1994. Hann var svo snortinn af Kára að hann samdi lag tileinkað honum.

3 svör to “Var Kári svanur myrtur?”

 1. drgunni september 24, 2012 kl. 5:18 f.h. #

  Meira af Kára, Dröfn… og Halli Hallssyni! http://www.youtube.com/watch?v=mEXHCxhGjus&feature=player_embedded

 2. sigurður h magnússon september 24, 2012 kl. 9:41 e.h. #

  Svona til fróðleiks: Kári var alinn upp á Stokkseyri af vini mínum sem skemmti sér konunglega yfir öllum fréttunum frá Halli Hallsyni af þessum undarlega fugli.

  • drgunni september 25, 2012 kl. 5:22 f.h. #

   Þú mættir nú fara aðeins nánar út í þetta. Hver er vinur þinn? Afhverju ól hann svaninn upp? Afhverju „flutti“ svanurinn frá Stokkeyri á Tjörnina?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: