Eðalbíó: Norðmenn á fleka

19 Sep

Áfram með eðalbíósmjörið. Ég ætla að sjá norsku kvikmyndina Kon-tiki. Las samnefnda bók fyrir nokkrum árum þegar ég var með hvað mest æði fyrir Kyrrahafseyjum. Bókin/myndin fjalla um svaðilfarir Thors Heyerdahls og félaga, sem sigldu á fleka frá S-Ameríku út á opið haf. Þannig ætlaði Thor að sanna að upprunalegu eyjaskeggjarnir hefðu farið þessa leið, en ekki frá Asíu eins og almenna kenningin var í þá tíð, 1947.

Ég veit  ekki hvort einhver botn fékkst í þessar kenningar með upprunalega eyjaliðið, en þetta varð allavega hin mesta ævintýra- og svaðilför.  Ég las líka bók Thors um rannsóknir sínar á Páskaeyjum. Gott stöff.

Myndin er sú dýrasta í sögu Noregs og hefur gengið mjög vel í bíó heima fyrir. Ættingjarnir eru samt að röfla um að það sé full margt ýkt og ekki rétt í söguþræðinum. Leikstjórarnir afsaka sig með að þeir hafi þurft að krydda þetta aðeins því nokkrir karlar út á fleka mánuðum saman hefði ekki verið nógu djúsí.

Ég bíð spenntur!

4 svör to “Eðalbíó: Norðmenn á fleka”

 1. Gummi september 19, 2012 kl. 3:00 e.h. #

  Hámaði þessar bækur í mig sem krakki þar sem afi átti þetta í hillu hjá sér. Las líka Brúðkaupsferð (eða eitthvað svoleiðis), sem er um brúðkaupsferð sem Heyerdahl fór til afskekktustu (en þó byggðu) eyju sem hann fann í Kyrrahafinu, ásamt fyrstu konu sinni. Þar bjuggu þau meðal villimanna í miklu stuði. Rakst svo á enska útgáfu bókarinnar í fyrra á Borgarbókasafninu (minnir að sú útgáfa heiti Fatu Hiva, eftir eyjunni), með litmyndum og alles. Sú útgáfa var gefin út 197-og eitthvað og gaman að bera þær saman, sérstaklega þar sem búið var að taka út alla kynþáttafordómana sem voru nokkuð grasserandi í eldri útgáfunni.

  • drgunni september 19, 2012 kl. 4:52 e.h. #

   Ú é. Þarf að tékka á þessu!

 2. Óli Gneisti september 19, 2012 kl. 4:24 e.h. #

  Með erfðafræðirannsóknum er búið að hrekja upprunakenningar Heyerdahl sem voru svosem aldrei vinsælar.

  • drgunni september 19, 2012 kl. 4:53 e.h. #

   Jæja – en hann fór allavega á fleka!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: