Eðalbíó: Arnarnesið í 10. veldi

17 Sep

Það er gaman að hjóla um höfuðborgarsvæðið í góðu veðri. Þökk sé stígum út um allar trissur þarf maður ekki að vera í bráðri lífshættu sem neinu nemur. Í gær hjólaði ég alla leið upp í Ásana í Hafnarfirði, upp þessar svaka brekkur og stuð. Þótt ekki sé búið að byggja öll húsin þarna eru komnir stígar og það finnst mér til fyrirmyndar.

Á leiðinni til baka tók ég hring um Arnarnesið enda fátt skemmtilegra en að skoða hvernig ríka fólkið býr. Margt er flott í arkitektúr og stíl en sumir hafa alveg farið yfir um og byggt sér hálfgerðar hallir. Hógværð og góður smekkur er ekki allra.

Allt á Arnarnesinu er þó sem drullukamar við hliðina á höllinni sem fólkið í myndinni Queen of Versailles býr í.

Svona er myndin kynnt á RIFF-vefnum: Við kynnum Jackie Siegel: sjö barna móðir, fyrrum ungfrú Flórída og eigandi stærsta einkaheimilis í heimi. Við fylgjum eftir milljarðamæringunum Jackie og David á meðan þau byggja stærsta hús í Ameríku, höll sem er innblásinn af Versölum en fjármögnuð með húsnæðisbólunni. Við fylgjumst með duttlungum örlaganna næstu tvö árin eftir hrun í mynd sem er fullt af sjálfblekkingu, afneitun og kímni.

Um leikstjórann: Ljósmyndarinn og kvikmyndargerðarmaðurinn Lauren Greenfield þykir mjög fær í að fjalla um æskumenningu og kyn með aðstoð filmunnar. Hún hefur þegar leikstýrt þrem verðlaunamyndum. Blaðið American Photo nefndi Greenfield eina af 25 áhrifamestu ljósmyndurum í heimi.

Enn ein möst sí myndin á RIFF!

Eitt svar to “Eðalbíó: Arnarnesið í 10. veldi”

  1. Ingimar september 17, 2012 kl. 11:25 f.h. #

    Stígarnir í ásunum voru gerðir jafnskjótt og húsin risu, enda blússandi góðæri á þeim tíma. Það sama á við velllina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: