Draumalög

5 Sep


Þetta er Kjörbúðin, Álfhólsvegi 32, sem síðar varð KRON með Sigurði Geirdal sem verslunarstjóra. Í lægri húsunum við hliðina var mjólkurbúð og fiskbúð. Enn síðar var STÁ (SöluTurninnÁlfhólsvegi) þar sem KRON var og pabbi minn með Tempó innrömmun þar sem mjólkurbúðin var. Fiskbúðin hélt þó eitthvað áfram, en var leigð undir vinnustofu undir það síðasta (held ég). Á efri hæðinni var stundað félagsstarf. Bítlakrakkar spiluðu bobb og Skátarnir voru þarna. Þeir voru með bílabraut sem var eina ástæðan til að mig langaði í skátana. Enn seinna var Gunnar í Krossinum með samkomur á efri hæðinni. Þegar trúarhitinn var hve mestur skalf allt í sjoppunni. Spurflöskur nötruðu í kælinum og Pops og gospillur hrundu úr hillum.

Það er búið að rífa þetta allt saman. Það stendur bara moldarhaugur þarna núna.

Ég ólst upp á Álfhólsvegi 30A. Þetta svæði var ég fyrstu 22 árin. Mig dreymir þetta oft, er eitthvað að flækjast þarna og svona. Stundum dreymir mig að ég sé á Óðinsgötu þar sem ég bjó in ðe næntís. Það er eins og tímaskyn draumanna sé mörgum árum á eftir.

Maður man væntanlega ekki megnið af því sem fer fram í hausnum á manni á nóttunni. Draumar eru ráðgáta og það er hálf glatað að sjá heilann á sér sem einhverja tölvu og að draumarnir séu einskonar disk defragment. Mér finnst ég miklu merkilegri en tölva. Ekkert víst að ég sé það þannig samt.

Það er allt í gangi í músíkdeild heilans því oft vakna ég með eitthvað lag „á heilanum“. Oft veit ég ekkert hvaða lag þetta er og linni ekki látum fyrr en ég er búinn að komast að því. Undanfarið hef ég ítrekað vaknað með lag „á heilanum“ og þess vegna fannst mér upplagt að henda í smá mix þar að lútandi. Þetta er gasalega kúl mix þótt ég segi sjálfur frá.

Songs I’ve been dreaming lately

2 svör til “Draumalög”

  1. Sigurdur Þorfinnur Einarsson september 5, 2012 kl. 3:38 e.h. #

    Ég er mikið á Löngubrekkunni og niður í móa, milli Auðbrekku og Nýbílavegs í mínum draumum. Þar var rautt hús með svörtu þaki, sem var kallað einfaldlega rauða húsið. Þar átti ég ljómandi fína vinkonu sem hét Ásta. Stundum labbaði ég framhjá Álfhólsvegi 30 og heyrði ykkur að æfa músik inn í geymslu. Ég var dauðhræddur við ykkur, enda þið hrottalegir pönkarar.

  2. Frambyggður september 5, 2012 kl. 6:58 e.h. #

    Mér finnst eitthvað skerí við þetta hús á myndinni, letrið í „Kjörbúð“ og svona, að hún er svarthvít eykur enn á skerínessið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: