Futuregrapher og Þórir plöggaðir

31 Ágú

 Futuregrapher – Ambient spítt

Þétt rafplata er LP með Futuregrapher. Fjölbreytt og skemmtileg.

Platan LP hefur verið í mótun frá árinu 2010 og inniheldur 12 lög og er hljóðblönduð af Jóhanni Ómarssyni (b.þ.s. Skurken) og tónjöfnuð af Birgi Sigurðssyni (Bix). LP er í anda tíunda áratugs bumbu & bassa tónlistar með góðri blöndu af elektróníku og sveim (hugleiðslu tónlist). Futuregrapher er listamannsnafn hins dýrslega Árna Grétars. Hann er einn stofnanda Möller Records, ásamt Jóhanni Ómarssyni, og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónleikflutning á verkum sínum – en hann hefur verið að spila mikið síðastliðin 2 ár og nú undanfarið með dyggri aðstoð Einar Helgasonar, sem er í techno hljómsveitinni Bypass, og Guðjón Heiðars (umsjónarmanns Gagnauga og sonar Valla í Fræbbblunum!), en hann syngur og semur texta fyrir lagið Think sem má sjá videóið af hér

Útgáfutónleikar Futuregrapher verða haldnir á efri hæð á Faktorý í kvöld! Þar spila einnig Intro Beats, Diddi Fel & 7 Berg, Samaris, Skurken og Árni Skeng & Ewok, en Futuregrapher stígur á „stokk“ ´á milli 00:30 – 01:00 segir hann.


Á mánudaginn (3. September) mun tónlistarmaðurinn Þórir Georg koma fram á tónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda. Þar mun hann flytja lög af væntanlegri plötu sinni í bland við eldra efni. Plata Þóris, I will die and you will die and it will be alright, kemur út þann 8. Nóvember í Þýsklandi, Austurríki og Swiss og er stefnt á útgáfu á Íslandi í Október.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er aðgangseyrir enginn.

Hér er lagið You know er lag af væntanlegri plötu Þóris.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: