Hillingar 1976

29 Ágú


Keypti mér safnplötuna Hillingar í Hjálpræðishernum á 200 kall. Hún kom út 1976 á fyrsta útgáfuári Geimsteins-útgáfunnar og er merkt GS102. Hér syngja 7 söngvarar eigin lög en Geimsteins-mafían leikur undir. Hér er margt um fína drætti.


 Rúnar Júlíusson – Hristu af þér slenið

Góður diskóköntrísmellur frá meistaranum, sem reyndar notaði listamannsnafnið G. Rúnar Júlíusson á þessum tíma. Lag og texti eftir Rúnar sjálfan.

 Magnús Kjartansson – Það skiptir engu máli

Gríðarlega harmrænn texti eftir Magga og lagið líka. Ég mæli ekki með þessu lagi ef þér þjáist af þunglyndi.


 Gunnar Friðþjófsson – Hennar tryggð er mér kunn
Gunnar var í sönghópnum Tríóla og samdi tónlist við barnaleikritið Sannleiksfestin, sem Hafnafjarðarleikhúsið setti upp 1973 (SG gaf út litla plötu með tónlistinni ári síðar). Hann gerði líka tvö lög með söngdúettnum Gunni og Dóri (Útgefandi MÓK Records 1975). Eftir þátttökuna í safnplötunni Hillingar (Gunnar syngur einnig lagið „Ungur er og skemmti mér“ á henni), poppaði Gunnar næst upp í sönglagatríóinu Bónus, en svo virðist hann hafa horfið sporlaust úr poppbransanum. „Hennar tryggð er mér kunn“ er eftir hann en textann gerði Lárus Sólberg Guðjónsson. Skemmtilegt hvernig „Selvogsgrunn“ kemur fyrir í textanum, en það grunn kom einnig eftirminnilega við sögu í sketsi með Matthildi. (Þess má svo geta að myndin hér að ofan af Gunnari rímar við spurninguna: Hvað ætlarðu að gera á 17. júní?)

Aðrir söngvarar sem koma fram á Hillingar eru Gylfi Ægisson, María Baldursdóttir, Engilbert Jensen og Björgvin Halldórsson, sem syngur reyndar bara bakraddir og leikur að auki á munnhörpu af alkunnri snilld.

Eitt svar til “Hillingar 1976”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: