Tveir dularfullir diskar

28 Ágú

Hin glæsilega 123 íslenskir diskar til sölu-sala gekk ljómandi vel og stöffið mokaðist út enda á hlægilegu verði. Mér er nokkuð sama þótt ég eigi þessa diska ekki lengur, enda vinýl og mp3-„maður“, en samt eru tveir titlar sem ég er smá sorgmæddur yfir að missa. Það er kannski vegna þess að ákveðið dulmagn er yfir þessum útgáfum, diskarnir eru góðir og hafa fráleitt fengið þá athygli sem þeir eiga skilið.

 Brite Light – Little 55

Þennan 6-laga disk keypti ég úr „heimabruggs“-rekkanum í 12 tónum um aldarmótin, minnir mig. Mjög fínt stöff en ég hef aldrei lesið neitt um þetta band, Brite Light, og aldrei séð mynd af því. Gúggl skilar heldur engu. Í bandinu voru þær Tinna söngur, Kolbrún bassi og Unnur trommur, og Árni á orgel. Hvaða lið er þetta eiginlega og hvað varð um það!? Fór það í einhver önnur bönd?


  Mug – Polycentric adaptor

Hljómsveitin Mug kom með diskinn Polaroid Period 1999 og hvarf svo alveg. Nokkuð djúsí lófæ Sonic Júþþað og Pavementað gáfumannarokk. Hvað varð um þessa stráka? (ps – lagið er svona „hratt“.)

6 svör til “Tveir dularfullir diskar”

 1. Óskar P. Einarsson ágúst 28, 2012 kl. 11:43 f.h. #

  Mug hljómar meira svona Blonde Redhead/Deerhoof-að. Semsagt: Fínt!

  • drgunni ágúst 28, 2012 kl. 1:45 e.h. #

   Þetta lag já, Önnur eru meira SY/PM

   • Arnar Eggert Thoroddsen ágúst 28, 2012 kl. 4:44 e.h. #

    Ég var með strákunum í Mug í MS. Guðni, Árni og Emil. Þetta var upp úr 1990. Þá hét sveitin Sisona. KGB trommaði með þeim í smá tíma. Þeir voru mikið í skúrnum en gáfu út kassettu með einu lagi ef ég man rétt. Kassettan var hins vegar bara spólan sjálf, semsagt spólan með bandinu, ekki plastið utan um og var sett í lítið skartgripabox, hvítt. Nafnið Mug var svo stimplað á. Sannkallaður safngripur. Guðni vinnur hjá Capacent Gallup, fór í sál- eða félagsfræði ef ég man rétt. Árni spilar með Stafrænum Hákon. Veit ekki hvað Emil er er að gera. Ég og strákarnir stýrðum saman þættinum Hins vegar á Útrás veturinn 1991 til 1992. Mjög gaman.

   • drgunni ágúst 28, 2012 kl. 4:56 e.h. #

    Takk fyrir það. Ég fékk þessa Mug samsetjanlegu spólu lánaða í Þjóðarbókhlöðunni og aksjöllí setti hana saman fyrir þáttinn minn Snælda – http://this.is/drgunni/snaelda.html – lagið Kevin.

 2. Jón Þòr Ólafsson ágúst 29, 2012 kl. 12:53 e.h. #

  Ég man eftir að hafa heyrt í Mug í Sýrðum Rjóma þegar platan kom út. Keypti hana og hlustaði mikið á. Heyrði síðan insæd-skúbb fyrir nokkrum (fimm-sex) árum að ný plata væri væntanleg. Ekkert virðist bóla á henni.
  Með Brite Light þá spilaði Jón Hárdoktor þessa plötu fyrir mig þegar hann klippti mig einu sinni. Það eina sem ég man að téð Kolbrún bassi var fyrsti bassaleikari hljómsveitarinnar Bob. Góð kvens.

 3. Kolbrun maí 20, 2017 kl. 4:23 e.h. #

  Brite Light voru þau Tinna Kristjánsdóttir, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, Unnur Kolka Leifsdóttir og Árni Rúnar Hlöðversson. Gaman að heyra að þú hafir rambað á þennan disk!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: