Súrmeti í trogum

23 Ágú

Tónleikaveislan heldur áfram og nóg er að bíta og brenna fram að orgíunni sjálfri 31. okt -4. nóv. Framundan er súrmeti í trogum:


Núna á föstudagskvöldið verður boðið upp á góða súrsaða kjamma á Factory – hljómsveitina Prince Rama og Kríu Brekkan.  Í fréttatilkynningu segir svo: Prince Rama er skipuð systrunum Taraka og Nimai Larson sem voru aldar upp í Hare Krishna kommúnu í Florida og skólaðar í School of Museum of Visual Art í Boston. Kann það að einhverju leyti að skýra þann eteríska sækadelíuseið sem systurnar hafa bruggað síðan. Þær hafa þó síðan komið sér fyrir í tónlistarlegu gróðrarstíunni í Brooklyn og alls sent frá sér 4 breiðskífur. Sú síðasta, Trust Now, sem kom út í fyrra var gefin út af Paw Tracks útgáfunni sem er rekin af þeim Animal Collective félögum.

Hér má streyma frítt nýjustu afurð Prince Rama, Trust Now, á gogoyoko: http://www.gogoyoko.com/album/Trust_Now

Það verður engin önnur en Kría Brekkan sem mætir með föruneyti og hitar upp samkomuna. Kristín Anna Valtýsdóttir var löngum álfur í skóginum múm en hvarf á vit annarra ævintýra um 2006 og fór að vinna að költ performans seríu Kríu Brekkan í Eplaborginni. Kristín Anna hefur spilað með hljómsveitunum Stórsveit Nix Noltes, Mice Parade og Animal Collective og gefið út tónlist á fyrrnefndri Paw Tracks útgáfu. Í vor túraði Kría Brekkan um austurströnd Bandaríkjanna með Plastic Gods og Muck.

Miðar: http://midi.is/tonleikar/1/7177 og í verslunum Brim á Laugavegi og í Kringlunni.


Þann 15. sept er svo komið að stóner dúmm sækadelíu-bandinu OM að leika á Gamla Gauknum. Það er einhver biblíufílingur í strákunum (djók?) og þeir svona líka afslappaðir, djúpspakir og næs. Nýjasta platan þeirra (fimmta platan þeirra) heitir Advaitic Songs og var bara að koma út. Tékkaðu til dæmis á laginu State of non-return af henni. Um upphitun sér íslenska hljómsveitin The Heavy Experience, sem nýlega gaf út hina fínu plötu Slowscope. Því ekki að hlýða á lagið Kingdom af henni? Fékbókar-síða um þessa tónleika er svo mikið sem nákvæmlega hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: